fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

James Corden fær uppreist æru – Ekki lengur bannaður á veitingastað fyrir dónaskap

Fókus
Þriðjudaginn 18. október 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti töluverða athygli í gær þegar greint var frá því að spjallþáttastjórnandinn geðþekki hefði verið bannaður af veitingastaðnum Balthazar í New York fyrir að hafa sýnt starfsfólki á staðnum yfirgengilegan dónaskap.

Eigandi staðarins taldi sig nauðbeygðan að banna leikarann og greina frá því opinberlega enda væri gott komið. Nefndi hann sérstaklega tvö tilvik þar sem James hafði verið dóni. Í öðru tilvikinu hafði James haldið því fram að það hafi verið hár í mat hans og hafi hann í kjölfarið með dónaskap heimtað að þurfa ekki að greiða fyrir drykkina sem hann hafði pantað og ætti eftir að panta, annars myndi James birta harða gagnrýni á veitingastaðinn opinberlega. Eins í öðru tilviki hafi orðið ruglingur í eldhúsinu og kona James fengið ranga afgreiðslu og James brugðist ókvæða við með dónaskap og yfirgang,  hann hafi öskrað: „Þú ert ekki starfi þínu vaxinn! Þú ert ekki starfi þínu vaxinn. Kannski að ég ætti að fara inn í eldhús og elda ommelettuna sjálfur.“

Nú hefur sagan þó fengið farsælan endi en eigandinn, Keith McNally, hefur greint frá því að James hafi beðist afsökunar.

„James Corden bara hringdi í mig og baðst innilegrar afsökunar. Hafandi sjálfur gert mistök oftar en flestir trúi ég á að gefa önnur tækifæri.“

Hann gantaðist svo með það að James mætti nú sækja staðinn aftur, með þó einu skilyrði. „Svo ef James Corden leyfir mér að sjá um Late Late Show í níu mánuði lyfti ég strax banninu af Balthazar. Nei auðvitað ekki. En hver sá sem er nógu mikill maður til að biðja auðnuleysingja eins og mig (og starfsliðið mitt) afsökunar á ekki skilið að vera bannaður nein staðar. Sérstaklega ekki frá Balthazar.“

Hann endaði á að beina orðum sínum beint til James og bauð honum að koma aftur. „Þer er fyrirgefið“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“