fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Skilnaðurinn genginn í gegn – Þarf að borga 28,6 milljónir á mánuði í meðlag

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 10:15

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Kanye West þarf að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni, raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian, 200 þúsund Bandaríkjadali á mánuði í meðlagsgreiðslur, eða um 28,6 milljónir krónur.

Kim og Kanye eiga saman fjögur börn á aldrinum þriggja til níu ára, þau North, Saint, Chicago, og Psalm. Frægu foreldrarnir munu deila forsjá og munu bæði koma að ákvörðunartöku varðandi líf barnanna, en Kim mun hafa þau í sinni umsjón töluvert meira en Kanye. The Guardian skýrir frá þessu.

Raunveruleikastjarnan sótti um skilnað snemma árs 2021 eftir átta ára hjónaband og var skilnaðargögnum loksins skilað inn í gær.

Ferlið hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig en skilnaðurinn og allt dramað í kringum hann hefur verið mjög opinbert af hálfu rapparans sem hefur verið duglegur að tjá sig við fjölmiðla og á samfélagsmiðlum.

Undanfarið hafa stórfyrirtæki á borð við Balenciaga, Gap og Adidas slitið samstarfi við hann vegna hatursfullra ummæla hans um Gyðinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum