fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Jennifer Lopez hélt hún „myndi deyja“ eftir sambandsslitin

Fókus
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 19:00

Ben og Jennifer árið 2004. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez segir að henni hafi liðið svo illa þegar hún og Ben Affleck hættu saman árið 2004 að hún hélt hún „myndi deyja“ – sársaukinn var svo mikill.

Stjarnan segir frá þessu í viðtali hjá Apple Music.

Jennifer og Ben byrjuðu saman árið 2002 og í nóvember sama ár fór leikarinn á skeljarnar. Þau ætluðu að giftast 14. september 2003 en fjórum dögum áður hætti Ben við og þau slitu sambandinu nokkrum mánuðum síðar.

Sjá einnig: Brúðkaup Bennifer um helgina

Sautján árum seinna lágu leiðir þeirra aftur saman og gengu þau í það heilaga í júlí 2022. En Jennifer er ekki búin að gleyma sársaukanum sem fylgdi fyrstu sambandsslitum þeirra.

„Það var svo sársaukafullt. Ég var í mestu ástarsorg lífs míns fyrir 20 árum, þegar við hættum við brúðkaupið. Mér leið í alvöru eins og ég myndi deyja,“ sagði hún.

„Næstu átján árin bara náði ég þessu ekki rétt. En núna, 20 árum seinna, þá fékk ég hamingjusaman endi […] Sönn ást er til og sumir hlutir endast að eilífu og það er raunverulegt. Ég vil miðla þeim skilaboðum til heimsins og það þarf að sýna mikinn vanmátt til þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram