fbpx
Miðvikudagur 08.febrúar 2023
Fókus

Furðuleg og fyndin lög um fatnað víða um heim – Bleikar stuttbuxur bannaðar á sunnudögum og allir í sokkum í návíst þjóðhöfðingjan

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 28. nóvember 2022 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn þann dag í dag eru alls kyns lög í gildi um heim allan, lög sem mörg okkar telja fremur gamaldags, furðuleg eða hreint út sagt galin. Og því verður ekki að neitað að það vill laumast að manni sú hugsun hvað löggjafanum hafi oft á tíðum gengið til.

Til að mynda eru til alls kyns stórskemmtileg lög um fatnað og notkun hans víða um heim. Sum eru augljóslega barn síns tíma, lög sem enginn hefur tekið mark á í áratugi en önnur er merkilegt nokk, svo að segja ný.

 • Það var ekki fyrr en árið 2013 sem lögum um konum væri bannað að ganga í buxum var formlega aflétt. Ekki það að nokkur hafi tekið slíkt banninu, og reyndar vissu fæstar franskar konur að því. Sam sem áður jókst sala á kvenmannsbuxum í Frakklandi um 3,5% árið eftir. Tilviljun?
 • Árið 1989 var sett ný löggjöf um fatnað i Bhutan. Karlmenn verða að ganga Gho, sem svipar til kímónó, og konur verða ávallt að klæðast Kira, sem er síður kjóll með og verður að fylgja fylgja hefðbundinn jakki sem nefnist Tego. Brot á lögunum varða háum sektum en ferðamenn eru undanþegnir reglunum. 
Bhutan Woman's Traditional Dress | How To Wear | See Video
Hefðbundinn klæðnaður í Bhutan.
 • Árið 2014 voru minipils bönnuð í Uganda sem hluti af baráttu gegn klámvæðingu. Öll pils verða að ná niður fyrir hné ella á viðkomandi kona yfir höfði sínu.
 • Í ársbyrjun setti indverska ríkisstjórnin bann við öllum fatnaði er minnir á fatnað hermanna og skartar khaki grænum eða felulitum. Sömu reglur eru á Barbados, St. Vincent og St. Lucia.
 • Í ár voru einnig sett lög á Spáni sem banna fólki að klæðast einvörðungu sundfatnaði utan við strendur eða sundlaugar. Ætlir þú í Speedo skýlunni einni fata inn á veitingastað eða verslun má búast við sekt upp á allt að 500 evrur. 
 • Í Grikklandi er bannað að fara á háum hælum á sögulega staði. 
 • Þegar að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna sett hann reglur um að allar konur sem stigu inn í hvíta húsið mættu ekki klæðast ,,karlmannlega” sem í raun þýddi að konur urðu að klæðast kjólum eða pilsum. Meira að segja buxnadragtir voru litnar og illu auga og háir hælar nauðsyn. Hvort Biden gerði breytingu á er ekki vitað.
 • Konum er bannað að vera í of flegnum blússum og skyrtum í Casleammare á Sikley. Mini pils eru einnig bönnuð. 
 •  Það er bannað að veiða fisk í náttfötum í Chicago.

  Kolóleglegt!
 • Í Kaliforníu er konum bannað að keyra í náttslopp og í Sarasota í Flórída er bannað að syngja opinberlega í sundfötum. 
 • Í Þýskalandi er enn formlega bannað að láta sjást í brjóstaskoru nema viðkomandi sé innan við kílómetra við næsta sundstað. 
 • Í borginni Lewes í Delawere í Bandaríkjunum er bannað að ganga í buxum sem eru þröngar um mittið. Sem er nokkuð sérkennilegt en fæstar brækur hólkvíðar um mittið. 
 • Konum er bannað að ganga í buxum í Norður Kóreu.

  Eins gott að það sé ekki sunnudagur
 • Í sumum ríkjum Ástralíu er bannað að ganga í bleikum stuttbuxum eftir hádegi á sunnudögum. Af hverju það er í lagi fyrir hádegi er aftur á móti stóra spurningin. Reyndar hefur verið gerð úttekt á þessari merkilegu reglu og í ljós kom að það er 10% minni notkun á bleikum stuttbuxum eftir hádegi á sunnudögum en aðra daga. 
 • Það ólöglegt að standa innan við hundrað metra frá þjóðhöfðingja Bretlands án sokka. 

  Vonandi eru þessi ekki innan við 100 metra frá Kalla kóng.
 • Í Tælandi er ólöglegt að vera nærfatalaus utan heimilis. Hvernig þeim reglum er framfylgt væri forvitnilegt að vita. Reyndar má segja sama um ofangreinda sokka í Bretlandi. 
 • Í Norður Karólínu verða konur að vera klæddar í föt sem samanlagt eru saumuð úr 16 metrum af efni. Nærföt og sokkar eru meðtalin. Þar sem það vill oft verð heitt á þessum slóðum er um ansi veglegt magn af efni að ræða. 

   Þessi sleppur þar sem kjóllinn er með hlýrum.
 • Það er fullkomlega löglegt fyrir karlmenn að klæðast kjólum í Miami í Bandaríkjunum. Nema að þeir séu hlýralausir, slíkt er harðbannað. Það má til gamans geta að karlmenn kaupa 17% allra kjóla sem seldir eru á netinu í Miami. 
 • Í San Fransisco er lítið mál að þrífa bíl sinn með nærfatnaði, hugnist manni svo. Nema að hann sé óþveginn. Það er nefnilega ólöglegt.
 • Í Norður Dakota fylki er ólöglegt að leggjast til svefns í skóm.
 • Í borginni Carmel í Kaliforníu verða jakkar og buxur karlmanna að vera í sama lit.
 • Það er ólöglegt fyrir konu að ganga eftir þjóðvegi í Kentucky í bikinu, það er að segja séu þær á milli 40 og 90 kílógrömm að þyngd. Nema að þær séu í fylgd lögreglumanns það er að segja. 
 • Í Tælandi er karlmenn að aka bifreið nema þeir séu klæddir skyrtu.
 • Í Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Kazakstan verður allir klæðnaður, sem snertir húð, að innihalda í það minnsta 6% bómull.. 
 • Ef þú ekur um á sandölum á Spáni máttu eiga von á sekt upp á 200 evrur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eign dagsins – Endurnýjuð útsýnisíbúð í hjarta borgarinnar

Eign dagsins – Endurnýjuð útsýnisíbúð í hjarta borgarinnar
Fókus
Í gær

Tómas náði tindinum – „Gefandi að geta sem læknir komið svo mörgum til hjálpar á fjallinu“

Tómas náði tindinum – „Gefandi að geta sem læknir komið svo mörgum til hjálpar á fjallinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einbýlishús með verðlaunagarði

Einbýlishús með verðlaunagarði
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Nei, ég er ekki að verða pabbi. Ég er líka að verða móðir í annað sinn“

„Nei, ég er ekki að verða pabbi. Ég er líka að verða móðir í annað sinn“