fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

„Birta“ bjó við skelfilegar aðstæður sem barn og við tók vímuefnaneysla og kynferðisofbeldi – „Mamma sagði áfengið mikilvægara en mig“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hugrökk 21 árs gömul stelpa með stóra sögu átaknlega sögu að segja, sem er viðmælandi í nýjasta viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

Við skulum kalla hana Birtu.

Birta ólst upp við erfiðar aðstæður heima fyrir, mikil drykkja móður og stjúpföður þar sem öryggið var ekkert. Faðir Birtu býr í Noregi.

„Pabbi minn er inn og út úr fangelsi í Noregi, býr annars á götunni og hefur aldrei verið í mínu lífi,“ segir Birta.

Barnavernd er engin barnavernd

Barnavernd á Suðurnesjum kom inn í líf Birtu þegar hún var fimm ára gömul og var viðloðandi hennar líf til 17 ára aldur

„Ég var tekin frá mömmu og sett á mörg fósturheimili en barnavernd er ekki það sem nafnið gefur til kynna í mínum huga. Það var aldrei hlustað á mig sem barn, ég var alltaf vandamálið, ég var erfið, ég var öðruvísi en það spáði enginn í af hverju ég væri erfið eða hætti að tala til dæmis“, segir hún og bætir við að hún hafi sagt frá ofbeldi á fósturheimili en ekki verið trúað.

Birta lærði snemma að hennar innsæi og tilfinningar væru ekki réttar eða ættu ekki rétt á sér, hún var ekki mikilvæg.

„Mamma sagði mér það, áfengi kemur fyrst, það er mikilvægara en þú.“

Flúði tilfinningar með fíkniefnum

Unglingsárin voru erfið,

Birta var á enn einu fósturheimilinu, þar var hún beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi. „Fyrst komu starfsmenn frá barnavernd að hitta mig og ég sagði frá ofbeldinu, eftir það var ekki spurt meira. Svarið sem ég heyrði var að þau skildu að ég vildi búa hjá mömmu, eins og ég væri að ljúga ofbeldinu til að fara til baka.“

Á þessum tíma, 14 ára gömul, tók við mótþrói og Birta hætti að mæta í skólann, fann sér félagsskap sem hentaði og flúði tilfinningar sínar og líðan með vímuefnum.

„Ég hef ekki enn klárað grunnskóla eða framhaldsskóla og horfi á fólk á mínum aldri vera að útskrifast sem lækna og eitthvað, það er alveg erfitt.“
Birta kynntist fyrrverandi kærasta sínum í gegnum þennan vinskap, fyrst var hann æðislegur, hrósaði, sagði alla réttu hlutina, hélt utan um hana og hún féll fyrir honum.

„Hann sagði allt sem ég þráði að heyra og gerði allt sem ég þurfti fyrst um sinn en svo breyttist allt hægt og rólega.“

Gróft ofbeldi

Þessi draumaprins sem Birta kolféll fyrir og var í sambandi með í tvö og hálft ár reyndist vera narsasisti og beitti hana miklu og grófu andlegu ofbeldi nánast allt þeirra samband.

„Ég var farin að biðjast afsökunar á því sem hann gerði, hann gaslýsti mig stanslaust, braut mig niður, hótaði og náði að spila sig fórnarlamb gagnvart öllum öðrum svo ég væri gerandinn.“

Í þau skipti sem Birta ætlaði að fara frá honum hótaði hann henni, tók hana hálstaki og beinlínis bannaði henni að fara eða lofaði öllu fögru og sagði henni að „hann væri svona út af henni“ svo róaðist hann í nokkra daga til að sanna mál sitt áður en hann byrjaði aftur.

Birta flúði Ísland, til Noregs, í hennar huga var Ísland vandamálið því henni leið mjög illa. Í Noregi áttaði hún sig á því að Ísland var ekki vandamálið, hún hafði tekið vandamálið sem hún væri að flýja með sér, sambandið sitt. Hún fékk leið út úr sambandinu þegar kærastinn hélt framhjá henni, hún kenndi sér um allt ofbeldið sem hafði gengið á en þarna sá hún leið út og nýtti sér hana, þrátt fyrir að hafa nýlega komist að því að hún væri barnshafandi.
Ofbeldið hætti ekki þrátt fyrir sambandsslit heldur breyttist það.

Nauðgun

Birta flutti aftur til Íslands og var heimilislaus í nokkra mánuði og gat ekki hugsað sér að bjóða barni í þennan heim og þann veruleika sem beið þess.
Nokkru síðar gerði Birta tilraunir til að létta andrúmsloftið svo hún og hennar fyrrverandi gætu verið undir sama þaki og verið kurteis, eigandi mikið af sameiginlegum vinum.

„Við vorum heima hjá vini okkar að reykja og ég fæ kvíðakast, hann réttir mér þá pillur við kvíða um sem ég tek. Eftir smá stund get ég varla haldið mér vakandi.“

Hann fer með hana heim til bróður síns, þar sem hann bjó, setti hana í lítið rúm og ætlaði svo sjálfur að sofa í sófanum.

Birta segir frá því þegar hún vaknaði daginn eftir og vissi að eitthvað hafði gerst.

„Daginn eftir vaknaði ég og fann bleytu í nærbuxunum mínum og það var greinilega búið að klæða mig úr buxunum og aftur í þær því þær voru allar snúnar.

Fyrsta hugsun var að það myndi enginn trúa mér svo ég tók upp á símann minn þegar ég spurði hann.“
Birta tók upp játningu um nauðgun þó hann hafi fyrst reynt að segja annað. Þessi upptaka varð mikilvægt sönnunargagn í dómsmáli þegar ofbeldismaður Birtu var dæmdur fyrir nauðgun.

Gerandi vinnur með ungu fólki í viðkvæmri stöðu

Hann var dæmdur fyrir nauðgun en gengur samt sem áður laus vegna þess að ekki var talið að refsing myndi hjálpa honum,

Í dag vinnur hann með ungu fólki í viðkvæmri stöðu og hefur verið haft samband við yfirmenn þar sem sögðu: „Ef hann gerir þetta við stelpur hér þá rekum við hann.“

Það má hlusta á viðtalið við Birtu í heild sinni í hlaðvarpinu Sterk saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram