fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
Fókus

Augnablikið þegar hún fann myndavél í sturtu dóttur sinnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 25. nóvember 2022 10:59

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sláandi myndband hér að neðan sýnir augnablikið sem bandarísk móðir fann falda myndavél í sturtu sextán ára dóttur sinnar. Myndavélin var falin í ljósi fyrir ofan sturtuna.

„Þegar þú hefur verið með karlmanni í fjórtán ár og þú kemst að því að hann hefur verið að horfa á sextán ára dóttur þína í sturtu,“ skrifar hún með myndbandinu.

@newmommyof3 ♬ original sound – Newmommyof3 $newmommyof32022

Myndbandið hefur fengið yfir 74,4 milljónir áhorfa á TikTok nokkrum dögum og hefur hún síðan þá uppfært málið á miðlinum.

Lögreglan var kölluð strax á staðinn og er rannsóknarlögreglan að skoða málið.

„Ég hringdi á lögregluna um leið og ég fann myndavélina,“ sagði hún og bætti við að hún ætli að kæra eiginmann sinn.

Augnablikið sem hún fann myndavélina

Í öðru myndbandi útskýrði hún hvernig hún fann myndavélina.

„Baðherbergið þar sem ég fer í sturtu er með rennihurð. Tveggja ára barnið mitt kemst út af þessu baðherbergi og krakkarnir mínir voru í skólanum. Ég var sveitt og vildi fara í sturtu, þannig ég fór á baðherbergi dóttur minnar [svo tveggja ára sonur minn kæmist ekki út],“ sagði hún.

„Eiginmaður minn er iðnaðarmaður og var nýlega búinn að taka baðherbergið í gegn fyrir tveimur mánuðum, hann var ekki alveg búinn. En ljósið virkaði áður en hann tók baðherbergið í gegn en það virkaði ekki þegar ég fór í sturtu. Þannig ég ætlaði að skipta um ljósaperu og var að athuga hvernig ljósaperu ég þurfti að ná í,“ segir hún. Það var þá sem hún tók eftir myndavélinni.

Framtíðin er óljós

Konan sagði að þau hafa búið í þessu húsi síðan í október 2012 þannig það getur ekki verið að myndavélin sé eftir fyrri eigendur.

Eiginmaðurinn hefur ekki haft samband við þær. „En rannsóknarlögreglumennirnir sem sjá um málið bönnuðu honum það,“ sagði hún.

Aðspurð hvernig dóttir hennar hefur það sagði hún að „miðað við aðstæður er hún ágæt“ og bætti við að fjölskyldan ætlar aldrei aftur í húsið nema til að flytja eigur sínar að lögreglumönnum viðstöddum.

„Framtíðin er óljós en ég mun alltaf vera til staðar fyrir dóttur mína […] Við munum einnig fá faglega aðstoð til að vinna úr þessu,“ sagði hún og þakkaði netverjum fyrir stuðninginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Heiðar og Kolfinna kaupa fasteign í Kópavogi

Heiðar og Kolfinna kaupa fasteign í Kópavogi
Fókus
Í gær

Akureyringar skóla borgarstjórn Reykjavíkur til í snjómokstri

Akureyringar skóla borgarstjórn Reykjavíkur til í snjómokstri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um „erfitt“ fósturlát Demi Moore og skilnaðinn

Opnar sig um „erfitt“ fósturlát Demi Moore og skilnaðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Róbert Oliver og Sigga selja „New York style“ íbúð

Róbert Oliver og Sigga selja „New York style“ íbúð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragga nagli fékk óviðeigandi spurningu frá útvarpsmanni í beinni – „Þér kemur það ekki við“

Ragga nagli fékk óviðeigandi spurningu frá útvarpsmanni í beinni – „Þér kemur það ekki við“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kynferðisofbeldi sem á sér stað í sambandi oft eins og lýsing á einhverju vidjói á þessum meginstraums klámveitum“

„Kynferðisofbeldi sem á sér stað í sambandi oft eins og lýsing á einhverju vidjói á þessum meginstraums klámveitum“