fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
Fókus

Robert Downey Jr. nær óþekkjanlegur með skallann

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 16:53

Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Downey Jr. hefur vakið gífurlega athygli fyrir nýtt útlit sitt sem hann frumsýndi á rauða dreglinum um helgina. Leikarinn, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Járnmaðurinn í Marvel söguheiminum, er búinn að skafa af sér hárið. Fjölmargir netverjar voru furðu lostnir þegar þeir sáu myndir af leikaranum með ekkert hár á höfðinu.

Mynd/Getty

„Ég þekkti hann ekki í heila mínútu,“ segir til dæmis einn netverji. Þá furða mörg sig á því hvers vegna leikarinn skafaði hárið af. Var því til dæmis velt upp að hann gæti verið að missa hárið og að hann hafi ákveðið að láta það fjúka þess vegna.

Það er þó afskaplega einföld ástæða fyrir þessu, Robert losaði sig við hárið fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum The Sympathizer sem verða frumsýndir á HBO á næsta ári. Skömmu fyrir síðustu hrekkjavöku leyfði hann krökkunum sínum að raka af sér hárið og birti myndband af því á Instagram-síðu sína. „Ég vil ekki vera með skallakollu, viljiði raka á mér hausinn?“ spyr hann krakkana í myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Robert Downey Jr. (@robertdowneyjr)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eyfi flutti Daga á Hringbraut í gær, sjáið flutninginn

Eyfi flutti Daga á Hringbraut í gær, sjáið flutninginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ritstjórinn með atlögu að Íslandsmeti í ólesnum tölvupóstum

Ritstjórinn með atlögu að Íslandsmeti í ólesnum tölvupóstum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Kanye er alveg genginn af göflunum“

„Kanye er alveg genginn af göflunum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Paralympic-dagurinn 2022 – Kynning á íþróttaiðkun fatlaðra

Paralympic-dagurinn 2022 – Kynning á íþróttaiðkun fatlaðra
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þetta er pínu að ögra fólki en það er aldrei markmiðið, heldur að vera með eins hreinskilna og einlæga umfjöllun og hægt er og þora að fara þangað“

„Þetta er pínu að ögra fólki en það er aldrei markmiðið, heldur að vera með eins hreinskilna og einlæga umfjöllun og hægt er og þora að fara þangað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg ólst up við sárafátækt hjá fordómafullum föður sem neitaði að biðja um hjálp

Ingibjörg ólst up við sárafátækt hjá fordómafullum föður sem neitaði að biðja um hjálp