fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Dóttir klámkonungsins um furðuleg atvik í æsku – Kona að gefa kettlingi brjóst í kynlífspartíi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 3. janúar 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Romola Hodas átti ekki hefðbundna æsku, langt frá því. Hún er dóttir klámkonungs New York, Marty Hodas, og sá ýmislegt sem ekkert barn ætti að sjá, eins og konu gefa kettlingi brjóst í kynlífspartí á fjölskylduheimilinu.

Romola rifjar þetta upp í samtali við Page Six. Hún segir að konan hefði verið berbrjósta þjónustustúlka og hefði gengið um með kettlinginn í fanginu og gefið honum brjóst.

„Ég var alltaf að öskra á þau um þetta. Ég sagði við þau: „Þið eruð fullorðin. Þið getið gert það sem þið viljið. Af hverju sendið þið ekki okkur börnin til vina okkar? Af hverju sendið þið okkur ekki á hótel?“ segir Romola.

Klámkonungurinn Marty.

„Ég var elst af systkinunum og var að reyna að koma í veg fyrir að þau yngri myndu sjá þetta. Það gekk ekki svo vel […] Ég spurði systur mína, Risa: „Manstu eftir einu af þessum partíum sem mamma og pabbi héldu þar sem berbrjósta gengilbeina var að gefa kettlingi brjóst?“ Hún sagði: „Já, kötturinn var svartur.“ Hún var tólf ára.“

Romola skrifaði bókina The Princess of 42nd Street: Surviving My Childhood as the Daughter of Times Square‘s King of Porn. Hún kemur einnig fram í heimildaþáttaröðinni Crime Scene: The Times Square Killer, á Netflix. Þættirnir fjallar um raðmorðingjann Richard Cottingham, sem níddist á vændiskonum. Í þáttunum verður einnig fjallað um manninn sem gerði Times Square að „lastabælinu“ sem það var á þessum tíma, faðir Romola, Marty, sem var einnig kallaður „King of the Peeps.“

Marty var fyrsta manneskjan til að nota svo kallaðar „film-loop“ vélar til að sýna klám. Hann setti vélarnar upp í bókabúð á Times Square og sló það strax í gegn. Hann fór síðan að framleiða eigið klám og hélt klámviðburði. Á áttunda áratugnum var hann handtekinn fyrir skattsvik og eyddi um ári í fangelsi. Á níunda áratugnum var búið að innleiða strangari lög tengd klámiðnaðinum, það og að myndbandsspólan var komin á markað, leiddu til þess að veldi hans byrjaði að hrynja. Hann dó árið 2013, þá 83 ára gamall.

42nd Street hefur breyst mikið síðan á áttunda áratugnum.

Engin rómantík

Romola segir að það fari verulega í taugarnar á henni þegar fólk gefur alræmdu götunni, 42nd Street á áttunda áratugnum, rómantískan blæ og kvartar undan því að það sé búið að „Disneyvæða“ þetta svæði.

„Guði sér lof að það sé búið að Disneyvæða það. Þetta var skelfilegt og ógnvekjandi og hættulegt, virkilega hættulegt. Ég man eftir því að ganga þessar götur, það munaði litlu að mér yrði nauðgað á leið á skrifstofu föður míns,“ segir hún.

Ekki að hlutirnir voru mikið skárri á skrifstofu föður hennar.

„Ég man eftir einu skipti sem ég var á skrifstofunni hans. Hann átti mjög stórt viðarskrifborð og hann sat við það að tala og tala. Skyndilega ýtir hann sér aftur á bak og stelpa kemur undan borðinu, horfir á mig og þurrkar sig í kringum munninn og gengur út,“ segir Romola.

„Ég var alveg: „Gastu ekki sagt mér að koma ekki hingað inn?“ Þetta var alltaf svona ósmekklegt […] En honum var sama, hann var að græða hvort sem þetta væri ósmekklegt eða ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“