fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fókus

Elma opnar sig um erfiðustu lífsreynsluna – „Ætli einhver þeirra sé hérna, ætli einhver sé með byssu?“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. janúar 2022 15:00

Elma Stefanía Ágústsdóttir. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona er í tilfinningaþrungnu viðtali í Sunnudagsmogganum þar sem hún segir frá því þegar kærastinn hennar svipti sig lífi þegar hún var aðeins tvítug og fjölskyldan hans kenndi henni um sjálfsvígið.

„Ég hef aldrei sagt neinum þetta; ég er ekki manneskja sem ber tilfinningar sínar á torg,“ segir hún í viðtalinu en það var þann 19. ágúst 2006 sem kærasti Elmu svipti sig lífi eftir rifrildi við hana. Fjölskyldan hans meinaði henni að mæta í jarðarförina og henni var sagt að hún ætti að fara í fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.

Hún óttaðist lengi hefnd af hálfu hans nánustu og þegar hún var að leika á sviði hugsaði hún stundum með sér: „Ætli einhver þeirra sé hérna, ætli einhver sé með byssu?“

Þau höfðu verið par í átta mánuði þegar harmleikurinn átti sér stað og voru við það að hefja sambúð. Hún segir í samtali við Morgunblaðið að þetta hafi verið stormasamt samband þar sem mikið var um fyllerí. Kærastinn hafi þó verið búinn miklum persónutöfrum og var hrókur alls fagnaðar.

Elma kom að honum eftir sjálfsvígið. „Ég kom að honum daginn eftir. Hann var búinn að skjóta sig. Ég vildi ekki trúa því sem ég sá og reyndi að vekja hann en fann svo að blóðið var kalt. Ég reyndi að snúa honum við en það tókst ekki sem betur fer, því andlit hans var farið af,“ segir hún.

Hún segist ekki vilja sitja uppi með þær erfiðu tilfinningar sem fylgja þessari reynslu heldur standa með tvítugu stelpunni sem gekk í gegn um þetta.

Þá segir hún aðspurð að hún óttist ekki viðbrögð fjölskyldu hans við að segja frá. „Þau geta ekki verið verri en það sem ég lenti í þá. Ég er örugg. Ég vona bara að þau finni frið.“

Viðtalið má lesa í heild sinni í Sunnudagsmogganum. Þar segir Elma einnig frá kvikmyndinni Dimmalimm sem hún leikur aðalhlutverkið í og kemur væntanlega út í haust. Eiginmaður hennar, Mikael Torfason, skrifaði handritið en á ensku heitir myndin Returning to Lulu og fjallar um konu sem kemur heim eftir tíu ár á geðsjúkrahúsi. Myndin gerist í Vín en þau hjónin er búsett í Berlín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Íslensk leikkona á sér tvífara í öðru landi

Íslensk leikkona á sér tvífara í öðru landi