fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fókus

Ótrúleg óheppni hennar vakti athygli Adele – „Ég setti sjálfa mig í lífshættu með því að fljúga með WOW-air“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 22. janúar 2022 15:28

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eleni Sabracos, forfallinn aðdáandi söngkonunnar Adele, verður seint talin vera neitt sérstaklega heppin. Eleni hefur nefnilega ítrekað reynt að sjá uppáhalds söngkonuna sína syngja á tónleikum síðan árið 2016 en án árangurs. Hún segir frá hrakfallasögu sinni í myndbandi sem hefur vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlinum TikTok.

Eleni reyndi upphaflega að sjá söngkonuna þegar hún hélt tónleika í Madison Square Garden í New York í september árið 2016. Fyrir tónleikana hafði Eleni keypt miða í gegnum sölusíðuna Craigslist en þegar á hólminn var komið komst hún að því að miðarnir voru falsaðir. Hún kenndi þó einungis sjálfri sér um að hafa verið svo auðtrúa að kaupa miðana á slíkri síðu.

Fyrir næstu tónleika ætlaði Eleni því ekki að gera sömu mistök. Skömmu síðar náði hún að næla sér í miða á Adele-tónleika í London, hún fékk ekki bara einhverja miða heldur fékk hún miða í svæðinu sem er alveg upp við sviðið.

Ekki hrifin af WOW-air

Eleni var að sjálfsögðu gríðarlega spennt fyrir því að fá að sjá uppáhalds söngkonuna sína syngja sína ljúfu tóna. Árið 2017 flaug hún því til Bretlands en þegar hún var komin til London kom út tilkynning frá Adele, tónleikunum var aflýst.

Þetta fannst Eleni sérstaklega leiðinlegt þar sem flugið hennar til Bretlands hafði ekki verið upp á marga fiska. Í myndbandinu segist hún hafa flogið með WOW-air og að hún hafi verið í „lífshættu“ vegna þess.

„Ég setti sjálfa mig í lífshættu með því að fljúga með WOW-air til London í þessari pappakassaflugvél,“ segir Eleni og bætir við að WOW-air hafi farið á hausinn eftir þetta. „Það eina sem var WOW við þetta var að það kom mér á óvart að flugvélin gat flogið.“

Fleiri tengja við upplifun Eleni af íslenska flugfélaginu og taka undir með henni í athugasemdunum. „Nei án djóks, þetta er eins og 1993 árgerð af Fiat Punto með vængjum,“ segir til að mynda í einni athugasemdinni við myndbandið.

Allt er þá þrennt er

Í byrjun þessa árs kom bróðir Eleni henni á óvart með miðum á Adele-tónleika í Las Vegas. Eleni var að vonum himinlifandi með þessa gjöf. Eleni gerði sér ferð til Las Vegas en þegar þangað var komið var tónleikunum frestað vegna fjölda Covid-smita hjá samstarfsfólki Adele.

„Mér þykir þetta svo leitt,“ sagði Adele í Instagram-færslu þar sem hún greindi frá frestuninni. „Það er ómögulegt að halda þessa tónleika. Ég get ekki gefið ykkur það sem ég er með tilbúið núna.“

@elenisabracos IM NOT MAD AT #ADELE I JUST WANT TO GIVE HER THESE SHIRTS AND DRINK WHISPERING ANGEL TOGETHER #storytime #ellenshow ♬ original sound – Eleni

Allt er gott sem endar vel

Eins og áður segir hefur myndbandið sem Eleni birti á TikTok fengið gríðarlega athygli en alls hafa rúmlega 8 milljónir horft á það. Svo virðist vera sem hrakfallasaga hennar hafi vakið athygli Adele því daginn eftir fékk Eleni að tala við söngkonuna í gegnum FaceTime.

Eleni var að sjálfsögðu himinlifandi með að fá að tala við Adele. „Ég mun gera hvað sem er til að sjá þig,“ sagði Eleni í samtali við Adele. „Ég vil bara fá mér vínglas með þér, við skulum verða ölvaðar saman,“ sagði hún svo og svo virtist vera sem söngkonan tæki vel í það.

@elenisabracosTHIS IS JUST THE BEGINNING LADIES AND GENTS♬ original sound – Eleni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FókusViðtalið
Fyrir 3 dögum

Trausti er nýr borgarfulltrúi Reykvíkinga – ,,Andleg vandamál eru faraldur á Íslandi“

Trausti er nýr borgarfulltrúi Reykvíkinga – ,,Andleg vandamál eru faraldur á Íslandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Djöfullegir tvífarar sem boða illsku og myrkur: Bölvunin sem þjakaði Emilie

Djöfullegir tvífarar sem boða illsku og myrkur: Bölvunin sem þjakaði Emilie
Fókus
Fyrir 4 dögum

Innlit á heimili Travis Barker

Innlit á heimili Travis Barker
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eva Dís um reynslu sína: „Þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt“

Eva Dís um reynslu sína: „Þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt“