fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fókus

Birgitta Líf segir að ummælin hafi ekki átt að beinast að Æði-strákunum

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 1. september 2022 17:47

Birgitta Líf. Mynd: Instagram @birgittalif

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Líf Björnsdóttir, athafnakona og LXS-díva, var gestur í útvarpsþættinum Veislan á FM957 skömmu eftir að Patrekur Jaime lét hana heyra það fyrir ummæli sem hún lét falla í viðtali hjá Stöð 2. Í viðtalinu sagði hún að LXS þættirnir væru „mest alvöru“ raunveruleikaþættir sem gerðir hafa verið. „LXS eru raunveruleikaþættir um líf okkar og kannski svona mestu, hvað segir maður, alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir. Þetta er bara ekkert leikið, ekkert „scriptað“, ekkert tekið aftur upp,“ segir Birgitta í viðtalinu.

Patrekur var allt annað en sáttur með þessi orð Birgittu eins og sjá mátti á Instagram-síðu hans í dag. Þar sagði hann meðal annars að þetta væri „slap in the face“ frá Birgittu.

Sjá einnig: Patrekur Jaime lætur Birgittu Líf heyra það fyrir ummæli hennar – „Þegar þú ert með personality þá þarftu ekkert handrit elskan“

Birgitta Líf segir í viðtalinu á FM957 að ummælin hennar hafi ekki átt að beinast að þeim. „Okkur finnst það ömurlegt því þetta var aldrei meint gagnvart þeim eða nokkrum öðrum,“ segir Birgitta. „Þeir eru svo flottar fyrirmyndir og við lítum upp til þeirra.“

Þá segir Birgitta að hún hafi ekki gert sér grein fyrir því að hún hafi orðað þetta svona. „Ég þurfti að horfa á þetta sjálf aftur og þá skildi ég hvernig þetta getur komið þannig út.“

„Ég átti bara ekki að segja fyrstu, þetta er einn af fyrstu. Það eru ekki mikið fleiri en Æði sem hafa gert svona raunveruleika. Okkar er líka ólíkt þeirra, hvernig þetta er sett upp og allt svoleiðis. Ég var aldrei að hugsa um neina aðra, ég var bara að útskýra hvernig við lögðum upp með að setja þættina upp.“

Í viðtalinu kemur fram að LXS-dívurnar séu búnar að reyna að heyra í Æði-strákunum til að ræða við þá um málið. Þær hafi þó ekki náð að tala við þá.

Hægt er að hlusta á Veisluna frá því í dag í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic
Fókus
Í gær

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“
Fókus
Í gær

Fyllti á framboðsfataskápinn á grænum markaði

Fyllti á framboðsfataskápinn á grænum markaði
Fókus
Í gær

Keppendur reiðir og í áfalli eftir allt Júró-dramað – „Ég gerði mitt besta í þessum aðstæðum“

Keppendur reiðir og í áfalli eftir allt Júró-dramað – „Ég gerði mitt besta í þessum aðstæðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“