fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Stemningin fönguð í Blómakjóla- og freyðivíns-hlaupinu og smakk á glænýjum hamborgarastað – Beef & Buns

Fókus
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 14:16

Í þættinum Matur og heimili í kvöld bregður Sjöfn Þórðar þáttastjórnandinn sér í Elliðárdalinn og fylgist með Prosecco hlaupinu svokallað og síðan í Mathöll Höfða á glænýjan hamborgarastað, Beef & Buns þar sem metnaðurinn er í fyrirúmi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þátturinn Matur og heimili verður á dagskrá Hringbrautar í kvöld. Að þessu sinni leggur Sjöfn Þórðar í Elliðaárdalinn og Mathöll Höfða. Á dögunum fór þar fram sannkallað gleðihlaup, Sumarkjóla- og freyðivíns hlaup, sem var haldið í annað sinn en fyrsta hlaupið fór fram í ágúst 2019. Síðan liggur leiðin í Mathöll Höfða þar sem Sjöfn heimsækir glænýjan hamborgarastað, Beef & Buns.

Sumarkjóla- og freyðivínshlaupið var haldið í annað sinn en fyrsta hlaupið fór fram í ágúst 2019. Konur sem eiga heiðurinn af því að Prosecco-hlaupið svokallað varð að raunveruleika eru þær Birna Jónsdóttir og Rakel Jóhannsdóttir. Í þættinum Matur og heimili hitti Sjöfn Þórðar þær stöllur og fékk að heyra söguna bak við hlaupið og kíkti á stemninguna á svæðinu en hlaupið fór fram í Elliðárdalnum.

„Áramótaheitið var lengi vel að halda Prosecco-hlaup og létum við verða að því fyrir þremur árum. Við fengum okkur prosecco eitt fallegt sumarkvöld og buðum á viðburðinn á Facebook, ætluðum svo að enda hlaupið í pottinum hjá Rakel,“ segir Birna og hlær.

Þátttakan fór fljót fram úr öllum væntingum. „Rakel hafði svo mikla trú á þessu að hún sagði að allavega 200 myndu mæta. Daginn eftir höfðu 200 manns meldað sig og ég var framan af viss um að Rakel hefði ekki hætt fyrr en 200 væru búnir að skrá sig.“

Aðspurðar segja þær stöllur að forsagan af þessu hlaupi sé fyrst og fremst sú að þeim fannst vanta stemningshlaup sem auðvelt væri að taka þátt í. „Okkur fannst vanta hlaup þar sem ekki þarf að undirbúa sig eða kosta miklu til. Hver á ekki ískalda freyðivínsflösku í ísskápnum, sumarkjól og er stemningskona eins og við? Enga púlsmæla og spandex heldur bara samvera í dalnum okkar.“

Sjöfn heimsækir líka glænýjan og metnaðarfullan hamborgarastað sem ber heitið Beef & Buns í Mathöll Höfða. Maðurinn bak við staðinn er Máni Snær Hafdísarson sálfræðingur og aðaleigandi staðarins en hann þróaði sinn drauma hamborgara á nokkrum árum á meðan hann var í námi í Kaupmannahöfn. Mána langaði til að leyfa fleirum að njóta afrakstursins en fjölskyldu sinni og fékk sér til liðs kokkinn Pétur Kristjánsson sem er líka fyrrum skólafélagi hans og opnaði Beef & Buns.

Máni Snær Hafdísarson er maðurinn bak við Beef & Buns hamborgarastaðinn í Mathöll Höfða.

 

 

 

 

 

 

 

Beef & Buns borgarinn varð til eftir nokkurra ára tilraunastarfsemi í eldhúsinu hjá Mána en hann nýtur þess að dunda sér í eldhúsinu í frítímanum sínum og leyfir matarástríðunni að blómstra. Hamborgarinn hans Mána er einmitt gott dæmi um töfrana sem gerast í eldhúsinu.

„Ferlið var líkt og í vísindatilraun þar sem mismunandi nautasteikur voru vigtaðar, hakkaðar, og blandað saman í ótal mismunandi hlutföllum þar til fullkomið bragð og áferð náðist. Margar brauðuppskriftir voru bakaðar, hrært var í tugir tegundir sósa, allskyns cheddar ostar voru smakkaðir og gúrkur voru sýrðar á mismunandi máta,“ segir Máni og er ótrúlega ánægður með útkomuna.

Máni lét sér ekki nægja að finna uppskriftina bak við drauma hamborgarann og hamborgarabrauðið heldur hannaði hann staðinn líka. Staðurinn er bjartur og stílhreint í 90´s stíl og fangar augað.

Máni og Pétur bjóða Sjöfn upp á Beef & Buns hamborgarann sem sló rækilega í gegn. „Þvílíkt sælgæti, þessi brögð, áferð og þetta brauð,“ sagði Sjöfn eftir fyrsta bitann.

Meira um söguna bak við hamborgarann hans Mána, Beef & Buns og Blómakjóla- og freyðivíns-hlaupið í þættinum Matur og heimili í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00 á Hringbraut.

Hér má sjá brot úr þætti kvöldsins:

Matur og heimili stikla 30. ágúst 2022

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“