fbpx
Mánudagur 15.ágúst 2022
Fókus

Frændur skemmta sér yfir fyndnum orðum á færeysku

Rafn Ágúst Ragnarsson
Laugardaginn 6. ágúst 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar hafa haft gaman af frændþjóð sinni Færeyingum í áratugi og þá sérstaklega máli þeirra, sem Íslendingum þykir klunnalegt en oft fyndið. Systurmálin tvö eru nefnilega svo nauðalík að ef Íslendingur og Færeyingur myndu ræða málin myndi það hljóma fremur eins og tveir sauðadrukknir samlandar með málstol heldur en að þeir töluðu hvor sitt málið. Að minnsta kosti fyrir öðrum Evrópubúum.

Íslendingar hafa hlegið að máli frænda okkar í áratugi og frændurnir hlegið á móti af íslenskunni. Til dæmis þekkja flestir Íslendingar hinn sígilda brandara um gildu limina í ríðimannafélaginu og ekki síður umsögn um lélegan varnarleik í fótbolta. „Verjan sprakk og allt lak inn.“

–  Það má þó ekki gleyma að færeyska er lifandi mál og þeir eru duglegir, rétt eins og við að viðhalda því og bæta við orðaforðann í takt við tímann.

Undirritaður er meðlimur í hinum hressandi Facebook-hóp Skemmtileg færeysk orð ásamt því að vera dyggur lesandi Kringvarpsins, ríkisútvarps Færeyinga, og ákvað að taka saman skemmtilegan lista af færeyskum orðum og orðatiltækjum sem landanum er kannski ekki eins kunn og sígildu brandararnir.

Dæmin eru í raun endalaus og hafa íslenskir áhugamenn um færeyskuna ekki undan að benda á hressandi dæmi í áðurnefndum Facebook-hóp. Þá vill svo skemmtilega til að íslenskumælandi  Færeyingar hafa slegist í hópinn og eru byrjaðir að útskýra fyrir Íslendingum orðsifjar orðanna eða leiðrétta villurnar sem Íslendingar gera í leit að fyndnum færeyskum orðum. Sannkölluð frændþjóðagleði.

Dópsdagur, ælubogar og reiðir peningar

Færeyjar eru mjög trúað samfélag og sést það hvað helst á hve alvarlega Færeyingar taka skírnarathöfnum. Þeir kalla skírnardag ungbarna dópsdag og á þeim merkisdegi fá börn dópsgjafir (dópsgávur) og eru klædd dópskjólum.

Íslendingar eru heldur ekki eina þjóðin sem stærir sig af því að spila upp fyrir sig í fótbolta og eru Færeyingar einnig fantagóðir í knattspyrnu. Til dæmis sigraði KÍ Klaksvík ríkjandi Noregsmeistara Bodø/Glimt 3-1 í seinni leik (lotu) í einvígi liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar. Færeyingarnir komust því miður ekki áfram vegna þess að fyrri lotu liðanna lauk með 3-0 sigri Norðmanna. Hins vegar voru Klaksvíkurmenn afar ánægðir með venjarann sinn sem er það sem þeir kalla þjálfara. Það vantaði aðeins að þeir gerðu eitt mál í viðbót.

Ef engir posar hefðu verið á leiknum hefðu færeyskir jafnt sem norskir fjepparar (stuðningsmenn) þurft að borga með reiðufé, eða eins og þeir segja í Færeyjum: reiðum peningum, fyrir mat og veigar á vellinum.

Það er hins vegar ein íþrótt sem iðkuð hefur verið í Færeyjum töluvert lengur en knattspyrna og er það hestamennska. Kappreiðar og hestamannamót eru haldin um allar Færeyjar og þá sérstaklega nú í kringum Ólafsvökuna, þjóðhátíð þeirra landsmanna. Ýmis orð og orðasambönd hafa sprottið upp úr þessum hefðum og eru þau nánast öll sprenghlægileg okkur Íslendingum. Til að mynda keppa þeir í kappríðingum og það gera þeir á ríðigötum í stórum ríðihöllum.

Á vefsíðu Hestamannafélags Voga (Ríðingafélag Vága) má einnig finna virkan spjallþráð meðlima félagsins þar sem fólk á eyjunni ræðir saman um hestamennsku. Þetta gera þeir undir flipanum limatos. Að tosa þýðir semsagt að spjalla.

Yfirgangsmenn með bumbur vekur í mesta lagi vanþóknun meðal Íslendinga og sjáum við fyrir okkur dónalegt fólk í yfirþyng. Í Færeyjum er þetta hins vegar orðasamband sem maður vill alls ekki heyra á flugvelli enda myndi það vekja upp skelfingu. Þetta þýðir nefnilega hryðjuverkamenn með sprengjur.

Þegar rignir á sólardögum í Þórshöfn má oft sjá glitta í fallegan æluboga, nafn innlendra á regnbogum og ungar stúlkur setja hárið sitt í rottuhala (tíkarspena.)

Dæmin eru í raun endalaus og hafa íslenskir áhugamenn um færeyskuna ekki undan að benda á hressandi dæmi í áðurnefndum Facebook-hóp. Þá vill svo skemmtilega til að íslenskumælandi  Færeyingar hafa slegist í hópinn og eru byrjaðir að útskýra fyrir Íslendingum orðsifjar orðanna eða leiðrétta villurnar sem Íslendingar gera í leit að fyndnum færeyskum orðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nicola Peltz rýfur þögnina um „stríðið“ við Victoriu Beckham

Nicola Peltz rýfur þögnina um „stríðið“ við Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi kærustur Hollywood-stjörnunnar Armie Hammer stíga fram – „Ég er 100% mannæta“

Fyrrverandi kærustur Hollywood-stjörnunnar Armie Hammer stíga fram – „Ég er 100% mannæta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þau eru álitin meðal stórmenna sögunnar – En þau áttu sér einnig mun dekkri hliðar sem fæstir vissu af

Þau eru álitin meðal stórmenna sögunnar – En þau áttu sér einnig mun dekkri hliðar sem fæstir vissu af
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef ekkert val. Ég þarf að vera í samskiptum við þennan mann sama hvað hann gerði“

„Ég hef ekkert val. Ég þarf að vera í samskiptum við þennan mann sama hvað hann gerði“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Olivia Newton-John er látin

Olivia Newton-John er látin
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ásgeir Trausti nældi sér í Reykjavíkurdóttur

Ásgeir Trausti nældi sér í Reykjavíkurdóttur