fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fókus

Ágúst sýnir hvernig hann laug í viðtali við Stöð 2 – „Hvað er að þér?!“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 29. júlí 2022 14:12

Skjáskot: Vísir/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ágúst Halldórsson er hænsnabóndinn í Vestmannaeyjum með stóru H-i. Hann er með fjórar hænur í flottum hænsnakofa sem hann byggði og góðu útisvæði fyrir hænurnar,“ sagði fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson í innslagi um Ágúst sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 19. ágúst í fyrra. Í innslaginu mátti sjá viðtal sem Magnús tók við Ágúst sem vakti mikla athygli í fyrra enda gott dæmi um einstakt lag Magnúsar Hlyns á að finna fyndnar og skemmtilegar fréttir úr samtímanum.

Ágúst rifjar fréttina upp í myndbandi sem hann birti á TikTok-síðu sinni í dag en þar viðurkennir hann að hafa logið í samtalinu við Magnús Hlyn.

Laug tvisvar að Magnúsi

Í fréttinni kom fram að hænur Ágústar eru nefndar eftir „kraftakonum frá Vestmannaeyjum“ – Páley, Guðbjörg Matt, Íris og Jakobína. Í viðtalinu sagði Ágúst að hænurnar hagi sér eins og nöfnur sínar í pólitíkinni.

„Þetta er svipað eins og í pólitíkinni. Ég sá að Páley og Guðbjörg Matt vildu ekki hafa Írisi fyrst en núna eru þær byrjaðar að vera saman aftur og ég sé að Jakobína er aðeins komin út úr hópnum. Hvort þetta sé eitthvað í sambandi við komandi kosningar, maður veit ekki hvað er í gangi,“ sagði Ágúst en á TikTok segir hann að þetta hafi verið fyrsta lygin hans í viðtalinu.

Lygi númer tvö hjá Ágústi kom þegar Magnús spurði hvort hann væri búinn að suða lengi um að fá hænur. „Já, það var ekki fyrr en konan mín, við eigum þrjú börn saman, hún vildi láta taka mig úr sambandi, þá fékk ég það í gegn, ef ég myndi láta taka mig úr sambandi fengi ég hænur í garðinn. Þannig að nú er ég með hænur og geldur,“ sagði Ágúst í viðtalinu og hló.

Svona leit fréttin út þegar hún birtist á Vísi – Skjáskot

Í myndbandinu sem Ágúst birti á TikTok sýnir hann viðbrögð eiginkonu sinnar við viðtalinu en ljóst er að lygar eiginmannsins komu henni á óvart. „Hvað er að þér?!“ spurði hún til dæmis þegar Ágúst sagðist vera geldur í viðtalinu.

Þá hefur myndbandið vakið töluverða lukku á TikTok en í athugasemdunum má sjá að fólk hefur gaman að ósannindunum. „Þetta er einfaldlega það besta sem ég hef séð,“ segir til að mynda einn netverji. „Þetta er ekkert eðlilega fyndið,“ segir annar. „Hahahaha meistari!!“ segir svo í enn annarri athugasemd.

@agusthallAlltaf að muna að ljúga pínu ef þið farið í viðtöl.

♬ original sound – Ágúst Halldórsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

George Wendt er látinn – Lék Norm í Staupasteini

George Wendt er látinn – Lék Norm í Staupasteini
Fókus
Í gær

Bjarnheiður svarar Jónasi Sen fullum hálsi og segir hann „baðaðan í snobbi þess, sem telur sig hærra settan“

Bjarnheiður svarar Jónasi Sen fullum hálsi og segir hann „baðaðan í snobbi þess, sem telur sig hærra settan“
Fókus
Í gær

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 30 ára fjölskylduleyndarmál – Erfitt „að vita að ég hafi lifað í lygi alla mína ævi“

Afhjúpar 30 ára fjölskylduleyndarmál – Erfitt „að vita að ég hafi lifað í lygi alla mína ævi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jónas hraunar yfir kórtónleika í Hörpu: „Maður gat ekki betur séð en að þetta væru náttbuxur úr Joe Boxer“

Jónas hraunar yfir kórtónleika í Hörpu: „Maður gat ekki betur séð en að þetta væru náttbuxur úr Joe Boxer“