Arnar Gauti Sverrisson, tískusérfræðingur og innanhússráðgjafi, og Berglind Sif Valdemarsdóttir, sérkennari, giftu sig með pompi og prakt í gær. Athöfnin fór fram í Háteigsskirkju, þar sem meðal annars Páll Óskar söng fyrir brúðhjónin, og síðan var blásið til glæsilegrar veislu á Kjarvalsstöðum eins og sjá má á Instagram-síðum parsins.
Berglind Sif og Sir Arnar Gauti, eins og hann er gjarnan kallaður, hnutu um hvort annað fyrir þremur árum og eignuðust svo dóttur saman rúmu ári síðar. Þau trúlofuðu sig svo á toppi Eiffel-turnsins í París, borg ástarinnar, í ágúst í fyrrra.
Sir Arnar Gauti hefur stýrt samnefndum sjónvarpsþáttum á Hringbraut en fjórða sería af þeim er núna í gangi á sjónvarpsstöðinni.