fbpx
Laugardagur 09.nóvember 2024
Fókus

Frænkur styðja börn í Úkraínu með lokaverkefni sínu í grunnskóla:„Við erum gott kombó af því við höfum mismunandi styrkleika“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 3. júní 2022 11:50

Frænkurnar Thelma og Brynhildur Anna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frænkurnar Thelma Ósk og Brynhildur Anna Gunnarsdóttir réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar þær ákváðu hvað yrði lokaverkefnið þeirra úr Langholtsskóla yrði. Þær ákváðu einfaldlega að gera heiminn að betri stað og hjálpa börnum í Úkraínu. Það gerðu frænkurnar með því að handsauma forláta poka og selja þá en allur ágóði rennur beint til SOS barnaþorpa Íslands. Hér má heimsækja sölusíðu fyrir pokana.

Pokarnir eru merktir sólblómi, þjóðarblómi Úkraínu, ásamt áletruninni діти України, sem þýðir „Börn Úkraínu“.

Pokarnir forlátu
Frænkurnar lögðu mikla vinnu í pokana en markmiðið var að gera fjölnota vöru sem fólk myndi sannarlega nota. „Það tók okkur fimm daga að klára 32 poka. Þá er meðtalin vinnan sem fór í að finna efni, bönd og þræði í pokana. Við hefðum viljað gera enn fleiri en efnið kláraðist allt,“ segir Brynhildur Anna. Um fullkomið samstarfsverkefni var að ræða. Thelma fékk fyrst hugmyndina og fékk Brynhildi Önnu svo í lið með sér. Brynhildur Anna saumaði svo pokana en Thelma hjálpaði til við annan undirbúning og sá um að búa til vefsíðu til að selja pokana.
„Við erum gott kombó af því við höfum mismunandi styrkleika. Það kom okkur á óvart hvað það var mikil vinna á bak við þá en við þurftum líka að búa til LÓGÓ og prenta það út. Við duttum í lukkupottinn af því við gátum prentað þá út í skólanum en svo þurftum við að líma þá á. Það sem að var erfiðast við pokana var að strauja lógóið á án þess að brenna það,“ segir Brynhildur Anna.
Óhætt er að segja að viðtökurnar hafi verið góðar því pokarnir hafa rokið út og eru nánast uppseldir. Frænkurnar vilja þó leggja enn meira af mörkum og hvetja vini og vandamenn til að styrkja söfnun þeirra beint eða þá að taka þátt með öðrum hætti. Til að mynda gefa föt, taka þátt í friðarmótmælum, fræða sig og aðra um hvað sé í gangi og láta sig almennt málið varða.

Hægt að styrkja framtakið í gegnum eftirfarandi reikningsnúmer:

Reikningsnúmer: 0370-13-010593

Kennitalan: 130406-3190.

Eða í gegnum eftirfarandi snjallforrit:

Kass: Barnablom

Aur: 855-2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsjátning Heidi Klum um eiginmanninn

Kynlífsjátning Heidi Klum um eiginmanninn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist ekki vera kynferðislegt rándýr en 16 þúsund manns eru ósammála

Segist ekki vera kynferðislegt rándýr en 16 þúsund manns eru ósammála
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er Ísland þess virði?

Er Ísland þess virði?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Læknir varar við athæfi kynlífsóðu klámstjörnunnar – Hættulega langar samfarir

Læknir varar við athæfi kynlífsóðu klámstjörnunnar – Hættulega langar samfarir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný negla frá Sveindísi Jane

Ný negla frá Sveindísi Jane