fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Eign dagsins – Dagmar selur valhöllina við Þingvallavatn

Fókus
Föstudaginn 27. maí 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagmar Una Ólafsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Dr. Hauschka á Íslandi, hefur sett sumarbústað sinn við Þingvallavatn á sölu. Bústaðurinn hefur þá skemmtilegu staðsetningu, Valhallarstígur nyrðri, sem mörgum gæti þótt sniðug tenging enda var Dagmar gift sjálfstæðismanninum Eyþóri Arnalds þegar hún eignaðist bústaðinn og eins og flestir vita nefnast höfuðstöðvar Sjálfstæðismanna Valhöll.

Bústaðurinn er frábærlega staðsettur og svo þétt við Þingvallavatn að maður gæti líklega hoppað af pallinum út í vatnið, þó að blaðamaður ráði fólki frá því enda vatnið oftast óbærilega kalt. Í fasteignaauglýsingunni segir:

„Staðsetning hússins í þessari náttúruperlu er alveg einstök en húsið stendur hátt við bakka Þingvallavatns. Stórir gluggar í stofu og eitt fallegasta útsýni á landinu yfir Þingvallavatn og fjallahringinn.“

Bústaðurinn samanstendur af forstofu, baðherbergi með sturtu, tveimur svefnherbergjum, búri og eldhúsi. Opið er svo í rúmgóða og bjartastofu og þaðan er gengið út á stóra verönd á móti suðri sem nær aftan við húsið.

Og að sjálfsögðu má finna gott bátaskýli við vatnið.

Svæðið er á lista heimsminjaskrá UNESCO og fylgir allt innbú með nema persónulegir munir.

Nánar má lesa um eignina á fasteignavef DV

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““