fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fókus

Eign dagsins – Öndvegisbústaður á Öndverðarnesi

Fókus
Miðvikudaginn 25. maí 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sannkallaður öndvegisbústaður sem nýlega kom á sölu á Öndverðarnesi í nágrenni Selfoss.

Bústaðurinn, eða sumarhúsið – eins og það kallast á fasteignamáli- er sko enginn kofi enda 81 fermetri að stærð. Bústaðurinn er staðsettur á lokuðu svæði þar sem aðeins eru 6 sumarhús innan við hlið.

Bústaðurinn hefur verið endurnýjaður að hluta og er staðsettur á „fallegri og skjólsælli“ 10.383 fermetra eignarlóð í Öndverðarnesi. Mikil skógrækt hefur verið stunduð þar á lóðinni og er húsið í miklu skjóli. Þarna í nágrenninu má svo finna góðar gönguleiðir í Þrastaskógi og í Öndverðarnesi.

Bústaðurinn er byggður árið 1979 úr timbri, en byggt var við hann árið 2008.  Þar má finna fjögur svefnherbergi, herbergjagang og alrými með stofu, eldhúsi, borðkrók og forstofu.

Arinn er í alrýminu, sem skartar fjölmörgum gluggum sem gera rýmið sérstaklega bjart, og þaðan er líka útgengt á glæsilega verönd sem er um 100 fermetrar að stærð með heitum potti og útisturtu.

Ásett verð er 39,8 milljónir og má lesa nánar um eignina á Fasteignavef DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku