Á þriðjudaginn síðastliðinn fögnuðu sexburarnir átján ára afmælisdegi sínum og er gaman að sjá hvernig þau hafa þroskast og dafnað í gegnum árin.
Fjölskyldan kom fram í vinsælu raunveruleikaþáttunum „Jon and Kate Plus 8“. Þættirnir hófu göngu sína árið 2007 og komu út ellefu þáttaraðir yfir tíu ára skeið á sjónvarpsstöðinni TLC. Árið 2009, eftir tvær þáttarðir, skildu Jon og Kate, en þættirnir héldu áfram undir nafninu: „Kate plus 8.“
View this post on Instagram
Eins og fyrr segir var þetta ein frægasta fjölskylda Bandaríkjanna um tíma, þau voru út um allt og mættu reglulega í spjallþætti og á aðra viðburði. En í dag heldur stór hluti fjölskyldunnar sig utan sviðsljóssins. Kate, móðirin, er með yfir 440 þúsund fylgjendur á Instagram en er ekki mjög virk á miðlinum og birtir sjaldan myndir af börnunum.
Af tvíburunum er Madelyn virkari á samfélagsmiðlum, þær verða 22 ára á árinu.
View this post on Instagram
Minna hefur farið fyrir sexburunum á samfélgasmiðlum. Hér má sjá fjögur þeirra á fimmtán ára afmælisdaginn árið 2019.
View this post on Instagram
Leah, Joel, Alexis og Aaden búa hjá Kate, en Hannah og Collin hjá Jon. Hann birti þessa mynd af Hönnuh og Collin þegar þau voru sautján ára.
View this post on Instagram
Hannah stofnaði snyrtivörulínuna Gosselin Girl og birti þessar myndir á 18 ára afmælisdaginn.
View this post on Instagram
View this post on Instagram
Madelyn er vinsæl á TikTok og birti myndband í fyrra þar sem má sjá nokkur systkini hennar bregða fyrir.
@madygosselinrepost bc the last video got taken down bc tiktok isn’t a pharb ig♬ 80’s quiet and dreamy synth pop – Gloveity