fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Málmlitir og málmáferðir mjög móðins þessi misserin

Fókus
Laugardaginn 19. mars 2022 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum kom út tímaritið Höllin mín en um er að ræða 76 síðna vandað tímarit á vegum Húsgagnahallarinnar. Í því má til dæmis finna viðtal við innanhússarkitektinn Rut Kára og innlit á heimili Simma Vill og fagurkerans Berglindar Hreiðarsdóttur, en þau búa þó ekki saman, enda sá fyrrnefndi einn heitasti piparsveinn Mosfellsbæjar og sú síðarnefnda hamingjusamlega gift í sama bæjarfélagi. Eins má finna góð ráð um brúðkaup og val á borðstofuborðum og svo er tímaritið auðvitað sneisafullt af hugmyndum, húsgögnum og hönnun.

Aukin þjónusta og dægrastytting

Hulda Rós Hákonardóttir, einn eigenda Húsgagnahallarinnar, segir tímaritið aukna þjónustu og vonandi kærkomna dægrastyttingu fyrir viðskiptavini og aðra landsmenn. „Okkur er lengi búið að langa að ráðast í þetta verkefni og loks náðum við smá opnu og stukkum á tækifærið. Við vildum ekki gera tímarit nema við gætum gert það almennilega og það tókst að okkar mati og svo virðist sem neytendur séu glaðir líka, en það sjáum við meðal annars á auknum komum inn á vef Húsgagnahallarinnar þar sem tímaritið má finna“.

 

Ef flett er í gegnum Höllina mína fer það ekki framhjá neinum að eitt allra heitasta trendið í dag eru málmlitir og málmáferðir enda vart síða þar sem slíkt kemur ekki fyrir í einhverju formi. „Já það er mjög vinsælt í dag og í raun má segja vinsælt þegar kemur að húsgögnum, skrauti, innréttingum og málningu, svo eitthvað sé nefnt. Það skemmtilega við málmlitina er að þeir virðast höfða til allra aldurshópa þó auðvitað sé það misjafnt hversu afgerandi málmurinn er hjá hverjum og einum. Skrautmunir í þessum litum eru til dæmis mjög mikið teknir þessa dagana og er fólk að taka allt frá einum mun til að poppa upp heimilið upp í fjölmarga muni til að hafa stílinn meira áberandi. Eins sjáum við þetta í húsgögnunum líka og til að mynda er stólalína frá Kare með gulllituðum fótum auk þess sem má finna málmlituð borð, hillur og fleira. Það er eitthvað hlýlegt og virðulegt við málmlitina en samt á einhvern töff og djarfan hátt – ef við getum orðað það þannig. Málmáferðin er líka komin í marga liti og eru til dæmis mottur, púðar, sófar og teppi, til í rauðum, grænum, gulum og fleiri litum sem eru með svona málmfíling þannig að liturinn verður ríkari.“

 

 

Hægt er að fletta í gegnum Höllina mína hér: https://baeklingar.husgagnahollin.is/hollin-min/?_ga=2.131566726.804267083.1647609953-2108236954.1647609953

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlíf með kærastanum er ótrúlegt – En það sem hún fann í tölvunni sneri veröld hennar á hvolf

Kynlíf með kærastanum er ótrúlegt – En það sem hún fann í tölvunni sneri veröld hennar á hvolf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“