fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fókus

Ed Sheeran mætti fyrir dóm í dag og neitaði ásökununum

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 7. mars 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn vinsæli og Íslandsvinurinn Ed Sheeran mætti fyrir dóm í Bretlandi í dag en hann er sakaður um að hafa stolið einu vinsælasta lagi sínu frá öðrum tónlistarmönnum.

Lagið sem um ræðir er Shape of You en þeir Sami Chokri og Ross O’Donoghue halda því fram að Sheeran hafi stolið hluta úr lagi þeirra og sett í Shape of You. Parturinn sem um ræðir er þegar Sheeran syngur „oh I oh I oh I“ en Sami og Ross vilja meina að hann hafi fengið þá línu úr lagi sem þeir sömdu, í því lagi er textinn „oh why oh why oh why“.

Hér fyrir neðan hlusta sjá bæði lögin sem um ræðir:

Andrew Sutcliffe, lögmaður Sami og Ross, segir að Sheeran „fái lánaðar hugmyndir og noti þær í lögin sín“ og að hann segi ekki frá því í öllum þeim tilvikum sem gerir það. Sutcliffe segir til dæmis að staðan væri önnur ef Sheeran væri að fá hugmyndir frá vinsælla tónlistarfólki eins og Coldplay, Rihanna eða Jay-Z.

Ed Sheeran neitaði því staðfast að hafa stolið hugmyndinni frá þeim Sami og Ross fyrir dómi í dag. Sutcliffe spurði Sheeran hvort það væri ekki möguleiki á því að vinur Sheeran hafi sýnt honum lag Sami og Ross en Sheeran svaraði því einnig neitandi.

Sam og Ross sökuðu Sheeran fyrst um að hafa stolið laglínunni í maí árið 2018. Tveimur mánuðum síðar var ákveðið að frysta allar tekjur sem Sheeran fær fyrir spilanir af laginu – það eru ansi háar upphæðir sem hafa þá verið frystar því lagið hefur fengið gríðarlega mikla spilun síðan þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt