fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fókus

Úkraínskur áhrifavaldur búsettur í Rússlandi kennir fólki að keyra yfirgefin brynvarin ökutæki Rússa

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 2. mars 2022 22:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldur hefur nú birt eins konar kennslumyndband á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hún kennir fólki að keyra brynvarið ökutæki af gerðinni BTR.

Umræddur áhrifavaldur, Nastya Tuman, birti fyrst myndbandið fyrir ári síðan á TikTok en hefur nú endurbirt það með nýjum inngangi. Hún skrifar: „Ef þú finnur fyrir lausan eða yfirgefið brynvarið ökutæki  þá kveikir þú svona á því,“ segir hún á rússnesku. Síðan fer hún yfir það hvernig á að aka faratækinu.

Tuman hefur sagt síðan að hún hafi birt þetta í gríni, en ekki til að hvetja til ofbeldis. Fjöldi miðla hefur haft samband við hana undanfarna daga eftir að hún endurbirti myndbandið 27. febrúar enda hefur því verið deilt víða á samfélagsmiðlum og því haldið þar fram að myndbandið sé tekið upp til að styðja Úkraínu.

Á þriðjudag höfðu rúmlega 9 milljónir horft á endurbirta myndbandið og það hafði fengið yfir 36 þúsund læk á Instagram.

Nastya er bifvélavirki og áhrifavaldur í Rússlandi og lærði að keyra bíl 18 ára og ákvað sjálf að gera við bíla sína þar sem bifvélavirkjar voru alltaf að svindla á henni. Nú heldur hún úti fjölda YouTube-rása og síðum á samfélagsmiðlum þar sem hún gerir við bíla og útskýrir hvað hún er að gera. Í myndbandinu talar hún rússnesku en hún er fædd í Úkraínu og fluttist ung með fjölskyldu sinni til Rússlands.

@nastyatyman Если вам попадётся свободный или брошенный БТР – держите лайфхак как его запускать☝🏻 #настятуман #авто #бтр #автознания ♬ оригинальный звук – Туман Настя

Í athugasemdum við myndbandið á TikTok lýsa margir aðdáun sinni á Nastyu.

„Dýrð sé Úkraínu, komdu og heimsóttu okkur hingað, við þurfum þig. Takk fyrir gagnlegt myndband.“ 

„Ég veit ekki hvað hún er að segja, en ég veit að Úkraínumenn eru hugrakkasta fólkið á jörðinni.“ 

„Ég vil giftast þessari konur. Segið manninum mínum að ég elski hann en það er skriðdrekakonan sem ég elska.“ 

„TikTok á stríðstímum er galinn staður.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt