fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fókus

Aukaleikari úr „Euphoria“ lætur allt flakka – „Fokking skelfileg upplifun“

Fókus
Föstudaginn 25. febrúar 2022 12:30

Mynd/HBO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinir geysivinsælu þættir „Euphoria“ hafa slegið í gegn og hlotið mikið lof gagnrýnenda. Önnur þáttaröð er nú í gangi á HBO og bíða aðdáendur óþreyjufullir eftir hverjum þætti.

Aukaleikkona sviptir hulunni af því hvernig það var í raun og veru á tökustað og segir upplifun sína vera „ömurlega“ og „skelfilega,“ og að fjöldi aukaleikara hefðu neitað að mæta aftur á tökustað eftir mjög erfiðan tökudag.

Leikkonan birti myndband á TikTok, sem hún hefur nú eytt, þar sem hún segir frá þessu. BuzzFeed greinir frá.

Lexi. Mynd/HBO

Í myndbandinu fór hún yfir hvernig það var að taka upp sjöunda þátt seríunnar, sem fjallaði mikið um leikrit Lexi, karakters í þáttunum. Í þættinum eru áhorfendur í sal þar sem aðalleikararnir sitja meðal aukaleikaranna og eru að bregðast við því sem fer fram á sviðinu.

Aukaleikkonan heldur því fram að það tók „nokkrar vikur“ að taka upp þáttinn, sem er 59 mínútur að lengd. Hún segir að ein af ástæðunum fyrir því hefði verið vegna þess að margir aukaleikarar neituðu að koma aftur á tökustað eftir langa tökudaga og það gerði það erfitt fyrir framleiðendur þáttanna að láta tímalínu þáttarins ganga upp.

Mynd/HBO

„Leikritið og áhorfendasenurnar tóku svo langan tíma. Það tók margar vikur fyrir þau að taka bara upp þennan þátt, sem er satt að segja klikkað,“ segir aukaleikkonan.

„Þess vegna er mikið ósamræmi í bakgrunninum, því augljóslega vildi fólk ekki mæta aftur. Ég vildi það ekki því mér leið ömurlega.“

Hún benti síðan á hvar hún sat í áhorfendasalnum, nokkrum röðum á bak við Jacob Elordi og Sydney Sweeney, sem leika Nate og Cassie.

Mynd/HBO

Aukaleikkonan benti á fleiri atriði sem eru ekki í samræmi við fyrri senur og svaraði spurningum netverja.

Aðspurð af hverju aukaleikarar hefðu ekki viljað koma aftur sagði hún: „Aðallega vegna veðurs og því þeim leiddist (16 klukkustunda vinnudagar).“

Hún sagði að aukaleikararnir hefðu fengið greitt fyrir alla tímana sem þeir voru á tökustað en fengu ekki að vita um lengd vinnudagsins fyrir fram.

Hún viðurkenndi að það hefði verið gaman að sjá stjörnur þáttarins leika, en sú spenna hefði dvínað hratt.

„Það var súrrealískt að sjá þau leika í alvörunni (ég er aðdáandi þáttanna) en eftir smá tíma þá var ég bara dofin og vildi fara heim. Flestir leikararnir voru vingjarnlegir,“ sagði hún og gaf þar með í skyn að sumir voru það ekki.

Hún sagði einnig að aukaleikararnir hefðu ekki mátt tala við aðalleikarana.

„Ef við hefðum talað við þau (sérstaklega sem aðdáendur) þá hefðum við getað verið rekin,“ sagði hún.

Þetta var ekki í fyrsta skipti sem aukaleikkonan vann við tökur á „Euphoria“. Hún rifjaði upp þegar hún lék í fyrsta þættinum og sagði að það hefði verið „fokking skelfileg upplifun.“

Mynd/HBO

„Það var svo kalt og mikið ryk, þau tóku símana okkar, til að koma í veg fyrir að við myndum spilla söguþræðinum, og við fengum ekkert almennilegt að borða (maturinn kom mjög seint og var kaldur),“ sagði hún.

Næsti þáttur kemur út á sunnudaginn á HBO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir þetta raunverulegu ástæðuna fyrir að Hollandi var vikið úr Eurovision -„Allir voru komnir með nóg af stælunum í Ísrael“

Segir þetta raunverulegu ástæðuna fyrir að Hollandi var vikið úr Eurovision -„Allir voru komnir með nóg af stælunum í Ísrael“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fríða datt í lukkupottinn í Góða hirðinum –  „Þetta er fundur ársins“

Fríða datt í lukkupottinn í Góða hirðinum –  „Þetta er fundur ársins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtur frelsisins með nýtt nef

Nýtur frelsisins með nýtt nef
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fann smokkapakka í tösku eiginkonunnar: „Þá vissi ég að eitthvað væri í gangi“

Fann smokkapakka í tösku eiginkonunnar: „Þá vissi ég að eitthvað væri í gangi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Samhliða því að reyna að finna gullmolana í drullusvaðinu sem ég var stödd í“

„Samhliða því að reyna að finna gullmolana í drullusvaðinu sem ég var stödd í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona leit hún út fyrir breytingarnar

Svona leit hún út fyrir breytingarnar