fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

Gunnar biður Fréttablaðið um að reka Jónas – „Yfirleitt les ég ekki þvæluna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. september 2021 19:44

Jónas Sen (t.v.) og Gunnar Guðbjörnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistargagnrýnandinn Jónas Sen fer hörðum orðum um uppfærslu Óperudaga á Fidelio, en það er eina óperan sem Ludwig van Beethoven samdi. Sýningin er í Hörpu.

Jónas birti dóm í Fréttablaðinu í dag þar sem hann gefur uppfærslunni tvær og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. Jónas segir söngvara sýningarinnar raunar standa sig vel en hljóðfæraleikurinn sér rýr sem dragi sönginn niður:

„Rýr hljóðfæraleikurinn gerði að verkum að söngurinn náði sjaldnast flugi, enda er hljómsveitarröddin órjúfanlegur hluti af söngnum. Saman mynda þau eina heild og
hér varð hún aldrei mjög bitastæð.“

Þessi uppfærsla Óperudaga ber undirtitilinn „Atlaga að óperu“ og er verkið sýnt í styttri útsetningu og fyrir sjö manna hljómsveit í stað sinfóníuhljómsveitar eins og gert er ráð fyrir í upprunalegri útgáfu verksins. Þessi einfaldari útfærsla á þessari óperuklassík virkaði greinlega illa á gagnrýnandann sem segir uppfærsluna vera ósannfærandi og hlaðna vanköntum. Jónas segir að Fielio sé grafvalvarlegt verk um helgi hjónabandsins og sé hlaðið fegurð sem hér hafi verið víðsfjarri:

„Atriði í henni eru með því fegursta í gervöllum tónbókmenntunum. Þessi fegurð var víðsfjarri hér. Hið fallega var fáránlegt, hið fína ófágað, hið flotta fátæklegt. Í staðinn var boðið upp á skrumskælingu á dýrmætri perlu Beethovens, og mér var satt best að segja ekki skemmt.“

Gunnar Guðjörnsson óperusöngvari, sem tekur ekki þátt í þessari sýningu, er afar ósáttur við þessi skrif Jónasar og beinir þeirri ósk til Fréttablaðsins að losa tónlistarfólk við skrif þessa gagnrýnanda. Gunnar skrifar í Facebook-færslu:

„Það eru örlög okkar tónlistarfólks að lifa við það að þessi gagnrýnandi, sem aldrei hefur átt erindi í starfið, skrifi íslenska óperusögu.

Uppfærslan á Fidelio var í alla staði afrek, alveg sama hvar til hennar var litið. Gagnrýnandi sem sér það ekki, ætti að sitja heima eða hafa vit til að sleppa því að skrifa ef hann getur ekki vandað betur til verka. Yfirleitt les ég ekki þvæluna og ætla sannarlega að sleppa því í dag.

Það væri góðverk að nýráðinn ritstjóri Fréttablaðnsins sæi til þess að losa tónlistarlífið (amk óperulistformið á Íslandi) við þetta í eitt skipti fyrir öll. Við eigum einfaldlega of mikið af frábæru fagfólki tli að okkur sé boðið upp á þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts
Fókus
Í gær

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 2 dögum

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen