fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Gift en sefur hjá öðrum – „Eiginmaður minn elskar það þó hann sé mér trúr“

Fókus
Miðvikudaginn 29. september 2021 20:00

Myndir/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rae Nemetsky er 22 ára og lýsir sér sjálfri sem „heitri eiginkonu“ eða „hotwife“ eins og það er kallað. Það hugtak er notað yfir gifta konu sem sefur hjá öðrum karlmönnum með samþykki eiginmannsins.

Rae er mjög opinská á samfélagsmiðlum um lífsstíl þeirra hjóna. Hún segir að þeirra lífsstíll falli undir regnhlífarhugtak „swing“ lífsstílsins. En það sem er ólíkt við þeirra samkomulag er að eiginmaður hennar sefur ekki hjá öðrum konum.

Rae segir að þetta umræðuefni sé ennþá „tabú“ en hún vill vekja athygli á lífsstílnum. Hún gerir það með því að gera myndbönd fyrir TikTok þar sem hún deilir alls konar upplýsingum um lífsstíl þeirra.

Hún segir að þau séu mjög hamingjusöm og hún sefur hjá öðrum karlmönnum fyrir eiginmann sinn. Rae segir að eiginmaður hennar hefði beðið hana um að gera þetta „í heilt ár“ en henni leið ekki vel með það til að byrja með.

@raesintxReply to @linds.ariel ##hotwifing ##hotwife ##swinger ##swingerslifestyle ##swingertok ##polygamy♬ original sound – Rae Nemetsky

Skilyrði fyrir því að vera „heit eiginkona“ er að kynlífið sem hún stundar með öðrum karlmönnum verði ekki meira en það, engar tilfinningar heldur bara kynlíf.

„Venjulega er það ekki konan sem stingur upp á að verða „heit eiginkona“ heldur er það karlmaðurinn. Þetta er tæknilega séð blæti eða draumórar karlmannsins,“ segir hún.

„Ég ákvað að prófa því ég vissi að það myndi gera hann hamingjusaman, og það gerir mig hamingjusama.“

Hún tekur það skýrt fram að það sé hún sem tekur helstu ákvarðanirnar og hann lætur hana aldrei gera eitthvað sem hún vill ekki.

Þrátt fyrir það sem fólk heldur segir Rae að eiginmaður hennar „gefur mér allt sem ég þarf í svefnherberginu“ og kynlíf með honum sé „það besta“ sem hún hefur upplifað.

Í þessu myndbandi útskýrir Rae muninn á því að vera „kokkáll“ og eiga „heita eiginkonu“

@raesintxReply to @robj1580 ##hotwifing ##hotwife ##swinging ##swinger ##swingerslifestyle ##swingertok♬ original sound – Rae Nemetsky

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Í gær

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro