fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fókus

Will Smith viðurkennir að hann og Jada séu í opnu sambandi

Fókus
Þriðjudaginn 28. september 2021 08:30

Will Smith og Jada Pinkett Smith. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Will Smith greinir frá því að hann og eiginkona hans, leikkonan Jada Pinkett Smith, séu í opnu hjónabandi. Hann segir frá þessu í viðtali í nýjasta tölublaði tímaritsins GQ.

Will Smith opnar sig um óhefðbundið samband þeirra hjóna og segir að eftir að hafa „aðeins verið með hvort öðru stóran hluta sambands“ þeirra þá ákváðu þau að opna það.

„Hjónaband má ekki vera fangelsi fyrir okkur,“ segir hann.

Traust og frelsi

Will og Jada hafa verið gift í tæplega 24 ár. „Jada hefur aldrei trúað á hefðbundið hjónaband. Hún á fjölskyldumeðlimi sem voru í óhefðbundnum samböndum. Svo hún ólst allt öðruvísi upp en ég,“ segir Will.

„Við ákváðum að vera bara með hvort öðru stóran hluta sambands okkar en nú höfum við gefið hvort öðru traust og frelsi til að finna eigin leið.“

Will segir að hann myndi ekki ráðleggja neinum að gera það sama og þau. „En þessi reynsla og upplifun sem við höfum gefið hvort öðru og skilyrðislausi stuðningurinn, er að mínu mati, ást í sinni tærustu mynd.“

Hjónabandið

Will og Jada viðurkenndu í mjög hreinskilnum þætti af Red Table Talk í fyrra að Jada hefði átt í sambandi með tónlistarmanninum August Alsina árið 2015.

Hjónin voru þá ekki búin að ákveða að opna sambandið og hafði framhjáhaldið mikil áhrif á parið sem skildi að borði og sæng um tíma.

„Hjónabandið okkar var ekki að ganga. Við gátum ekki lengur látið eins og ekkert væri. Okkur leið báðum hörmulega og það þurfti eitthvað að breytast,“ sagði Will.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“