fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Fókus

Boxið bjargaði lífi Köru – Byrjaði í neyslu í kringum fermingaraldur

Fókus
Sunnudaginn 19. september 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kara Guðmundsdóttir byrjaði kornung í neyslu á fíkniefnum og var að eigin sögn komin í mikla lífshættu. Hún náði snúa við blaðinu, stundar nú nám í sálfræði við Háskóla Íslands og hefur náð frábærum árangri í hnefaleikum.

Kara er í forsíðuviðtali við Vikuna.

Í greininni kemur fram að Kara sé hreystin uppmáluð og ekki að sjá á henni að hún hafi verið langt leidd í fíkniefnaneyslu. „Ég segi stundum að ég hafi útskrifast með hæstu einkunn úr skóla lífsins því ég var í svo rosalega mikilli neyslu og hafði verið það lengi,“ segir hún.

Hún lýsir neyslunni svo:

„Þetta byrjaði með áfengi en ég var fljótlega farin að reykja gras og var fyrr en varði komin út í harðari efni. Mér fannst neyslan aldrei fara neitt úr böndunum,“ segir hún og hristir höfuðið, spurð hvort þetta hafi farið fljótt úr böndunum. „Mér fannst ég vera með allt á hreinu og vera orðin fullorðin þótt ég væri auðvitað bara krakki. Ég hef verið að vinna mikið í mér síðustu árin og skoðað ástæðurnar fyrir því að ég byrjaði að fikta við þetta. Ég held að þetta hafi verið rosalega mikið kall á athygli til að byrja með. Mamma og pabbi hættu saman þegar ég var eins árs. Pabbi giftist annarri konu og eignaðist með henni tvö börn og mér fannst ég alltaf vera dálítið útundan, ég upplifði mig eins og gest í heimsókn hjá honum og ekki part af heildinni. Það var samt ekki þannig, ég var ekkert útundan og ég fékk alveg ást og umhyggju. Ég sem barn sá það bara ekki þannig. Þess vegna held ég að neyslan hafi í grunninn byrjað vegna þess að mér fannst mig vanta athygli og ást og umhyggju en þegar þetta er orðið að fíkn er málið auðvitað orðið allt annað.“

 

Kara Guðmundsdóttir. Mynd: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Mikil vanlíðan fylgdi neyslunni og Köru langaði oft til að deyja. Því miður dóu margir neyslufélagar hennar, ýmist af ofskammti, sviptu sig lífi eða urðu bráðkvaddir. Hún segir ennfremur:

„Það fylgir þessu svo ofboðslega mikil vanlíðan, það er varla hægt að lýsa því. En þetta er bara lifandi helvíti. Maður er alltaf einn í neyslunni því engum er treystandi. Það er alltaf verið að svíkja mann því þetta snýst auðvitað aðallega um að redda sér næsta skammti og neyslunni fylgir svo mikil brenglun að maður veit aldrei upp á hverju fólk getur tekið. Svo er maður líka hræddur um að verða nappaður því þetta er auðvitað allt ólöglegt og maður gerir sér alveg grein fyrir því að þetta er rangt. Svo kemur sektarkennd yfir því að hafa verið að gera hluti sem maður sér eftir, það eru engin mörk, sjálfsvirðingin farin og maður verður bara týndur.

Þetta er alveg gríðarleg vanlíðan. Ég reyndi einu sinni sjálfsvíg en man ekki hvað ég var gömul, ég var örugglega ekki orðin átján ára. Þarna varð ég ógeðslega hrædd. Bæði út af því sem ég hafði gert en ég óttaðist líka það sem gæti gerst. Þetta líf var svo mikil martröð. “

Boxið bjargaði

Tara komst á botninn í neyslunni og náði að spyrna sér frá honum. Líf hennar hefur tekið stakkaskiptum síðustu árin. Hún hefur náð miklum árangri í hnefaleikum og segir að þeir hafi bjargaði lífi sínu:

„Ég mæli samt með því að allir prófi að æfa einhverja sjálfsvarnaríþrótt því það er svo gott fyrir andlegu hliðina, það er gott að kunna að verja sig. Þetta er líka svo mikil tjáning. Þegar ég var að verða edrú tjáði ég mig í gegnum boxið og fékk rosalega útrás í gegnum það. Boxið bjargaði lífi mínu. Og gerir það enn. Ég bara finn hvernig hjarta mitt syngur þegar ég boxa.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kraftaverkamaðurinn Guðmundur Felix farinn að geta hreyft fingurna – 15 mánuðum á undan áætlun – Sjáðu myndbandið

Kraftaverkamaðurinn Guðmundur Felix farinn að geta hreyft fingurna – 15 mánuðum á undan áætlun – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sykurmamma borgar mun yngri kærastanum 2,6 milljónir á mánuði -„Hann gerir hvað sem ég vil“

Sykurmamma borgar mun yngri kærastanum 2,6 milljónir á mánuði -„Hann gerir hvað sem ég vil“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólabjórinn kemur viku fyrr á krár og veitingastaði

Jólabjórinn kemur viku fyrr á krár og veitingastaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kim Kardashian sló í gegn í SNL – Fyndnustu atriðin og ræðan sem gerði allt vitlaust

Kim Kardashian sló í gegn í SNL – Fyndnustu atriðin og ræðan sem gerði allt vitlaust