Instagram-síða Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarið og í baráttu hennar við að losna undan stjórn föður síns og og urðu því aðdáendur söngkonunnar mjög áhyggjufullir þegar það var allt í einu búið að loka fyrir síðuna hennar.
Britney útskýrði ástæðuna í færslu á Twitter og sagði að hún hefði ákveðið að taka sér smá pásu frá samfélagsmiðlum til að fagna trúlofun sinni. Fyrir tveimur dögum síðan greindi hún frá því að hún og kærasti hennar Sam Asghari væru trúlofuð. Parið hefur verið saman í fimm ár.
Don’t worry folks … just taking a little break from social media to celebrate my engagement 💍😉 !!!! I’ll be back soon 💋🌹✨
— Britney Spears (@britneyspears) September 14, 2021
Þrátt fyrir þessa útskýringu hennar eru aðdáendur ekki sannfærðir. Þeir hafa sett fram ýmsar kenningar um brottför hennar af Instagram.
We’re not buying it. it’s her team who deleted her account cause they didn’t like that one post she made Abt the conservatorship and now they posted that on her Twitter so we won’t be suspicious and who tf deletes their account when taking a break?
— It’s Britney bitch (@thebriitneybich) September 14, 2021
More than likely this means she is pregnant 🤰 💕 Congrats girl!
If she stayed on IG but didn’t post: fans would worry and comment. If she stayed on IG and re posted old pics: fans would worry more and call out. Sooo she had to “take time off” 👶 💕— Teddy Bear (175k) (@TheXXXTeddyBear) September 14, 2021
Heimildarmaður Page Six segir að með þessu sé Britney að senda „kraftmikil“ skilaboð.
„Hún er hamingjusöm og á frábærum stað […] Þetta var hennar ákvörðun,“ segir heimildarmaðurinn.