fbpx
Mánudagur 20.september 2021
Fókus

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 12. september 2021 14:30

Skjáskot úr stiklu fyrir þættina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega hófu þættirnir #Samstarf göngu sína á Stöð 2+ en í þáttunum reyna áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir fyrir sér í hinum ýmsu störfum um landið. „Þær stöllur verða settar í aðstæður sem teygir þær langt út fyrir þægindarammann,“ segir í lýsingu Stöðvar 2 á þáttunum. Þættirnir virðast sækja einhvern innblástur í bandarísku raunveruleikaþættina Simple Life sem voru nokkuð vinsælir skömmu eftir síðustu aldamót.

Sunneva og Jóhanan prófa til að mynda að vinna sem sundverðir, stöðumælaverðir og sem starfsmenn í Sorpu í þáttunum. Miðað við stiklur og brot úr þáttunum eru þær stöllur ekki svo hrifnar af því að vinna í sumum þessara starfa. „Alltaf er maður settur í eitthvað skítastarf,“ má til að mynda heyra Sunnevu segja í stiklu þáttarins á meðan hún prófar að vinna sem starfsmaður Sorpu.

Grafíski hönnuðurinn Bobby Breiðholt birti í gær harðorðaða færslu á Twitter sem vakið hefur mikla athygli á samfélagsmiðlinum. Nokkuð ljóst er að hann er að tala um þættina #Samstarf í færslunni en hann segir það vera viðbjóð að láta „moldríka áhrifavalda gera grín að láglaunastörfum“.

Ljóst er að grafíski hönnuðurinn er ekki einn á þessari skoðun þar sem fleiri hundruð hafa líkað við færslu hans. Þá hafa fjölmargir tekið undir með orðum hans í athugasemdunum.

„Ætla ekki að horfa á þetta rugl og er að spá í að banna 10 ára dóttur minni það. Hún veit ekkert hvaða skvísur þetta eru en posterinn heillar í VODinu,“ segir til að mynda kona nokkur í athugasemdunum. „Svo hjartanlega sammála. Þvílík vanvirðing við fólk sem vinnur þessi mikilvægu störf. Brjálast við tilhugsunina,“ segir svo önnur.

Fleiri taka í svipaða strengi. „Þessir þættir eru svo fucked up. „Hvað ef þetta fína fólk væri í VENJULEGUM STÖRFUM eins og einhverjir aumingjar? Væri það ekki ógeðslega fyndið?“ Ömurleg pæling,“ segir til að mynda maður nokkur. „Guð en skammarlegt og ömurlegt!!“ segir svo kona nokkur eftir að hafa séð stikluna fyrir þættina sem sjá má hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóra fór á skeljarnar á sýningu – „Við vissum ekkert, hann vissi ekkert, áhorfendur vissu ekkert“

Dóra fór á skeljarnar á sýningu – „Við vissum ekkert, hann vissi ekkert, áhorfendur vissu ekkert“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus ætlar að nefbrjóta mann á laugardaginn – Gerði 650 þúsund króna veðmál

Hafþór Júlíus ætlar að nefbrjóta mann á laugardaginn – Gerði 650 þúsund króna veðmál
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Skúla og Grímu kom í heiminn í gær – „15 full­komnar merkur“

Sonur Skúla og Grímu kom í heiminn í gær – „15 full­komnar merkur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona Schumachers brotnar niður í viðtali – „Auðvitað sakna ég Michaels á hverjum degi“

Eiginkona Schumachers brotnar niður í viðtali – „Auðvitað sakna ég Michaels á hverjum degi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fjögur tonn af landreknu rusli

Fjögur tonn af landreknu rusli
Fókus
Fyrir 5 dögum

Matur og heimili: Leyndardómar 20&sjö Mathús bar og draumagarður afhjúpaður

Matur og heimili: Leyndardómar 20&sjö Mathús bar og draumagarður afhjúpaður
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndband – Áhrifavaldamóðir lét grátandi son sinn stilla sér upp fyrir mynd

Myndband – Áhrifavaldamóðir lét grátandi son sinn stilla sér upp fyrir mynd
Fókus
Fyrir 6 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala