fbpx
Mánudagur 20.september 2021
Fókus

Sakamál: Morðið kom upp um framhjáhald prestsins – Morðinginn hélt hjartnæma ræðu í jarðarförinni

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 11. september 2021 20:00

Teresa Stone og David Love

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskyldumaðurinn Randy Stone hafði verið giftur eiginkonu sinni Teresu Stone í nítján ár. Hjónin bjuggu í borginni Independence í Missouri-fylki Bandaríkjanna og unnu saman í tryggingafyrirtæki Randys. Þau höfðu þekkst síðan þau voru börn en leiðir skildu þegar Randy fór í sjóherinn. Þegar hann sneri aftur lágu leiðir þeirra saman aftur og þau giftust.

„Hann dýrkaði Teresu. Hann elskaði hana af öllu hjarta,“ sagði vinur hjónanna um samband þeirra. Fólk hélt að þau væru algjör fyrirmyndarhjón.

Randy og Teresa höfðu gift sig í New Hope Baptistakirkjunni og börnin þeirra tvö,voru líka skýrð þar. Þau voru virk í kirkjustarfinu og presturinn, David Love, var náinn vinur hjónanna.

Í lok mars árið 2010 fannst Randy látinn á skrifstofu sinni, einungis 42 ára gamall. Hann hafði verið skotinn til bana. Engum verðmætum hafði verið stolið af vettvangi og því grunaði lögreglu að ekki hafi verið um rán að ræða heldur skipulagt morð.

Ástarbréf í ruslatunnu

Mörg hundruð manns mættu í jarðarför Randy sem fram fór í í New Hope Baptistakirkjunni. Þar hélt presturinn og góðvinur þess látna, David Love, hjartnæma líkræðu. „Við grátum ekki bara vegna aðskilnaðar við ástvin heldur vegna spurninganna sem dauðinn ber í skauti sér. […] Spurninga líkt og: Hversvegna? Hví hann? Hvers vegna núna?“

Í jarðarförinni voru þó ekki bara syrgjendur heldur líka rannsóknarlögreglumenn, sem grunaði að morðinginn væri í kirkjunni.

Lögreglan hafði nefnilega fundið sönnunargögn. Í ruslatunnu við skrifborð Teresu fannst ástarbréf sem hafði verið rifið í sundur. „Til hamingju með afmælið, ástin mín. Ég hef ekki stjórn á hlutunum eins og er, en þegar við verðum saman mun afmælið þitt alltaf vera spennandi.“ stóð í bréfinu. Lögregla taldi ljóst að einhver annar en Randy hefði skrifað bréfið, þar sem hans rithönd passaði ekki við það.

Of nákvæm fjarvistarsönnun

Teresa þótti grunsamleg. Hún spurði tryggingasölumann út í líftryggingu Randy skemur en sólarhring eftir morðið. Hún átti að fá 800.000 dollara, sem í dag myndi jafngilda meira en hundrað milljónum króna. „Hún vildi vita hvenær hún myndi fá líftrygginguna borgaða,“ sagði tryggingasölumaðurinn sem hún hafði rætt við.

Þegar lögregla yfirheyrði hana gaf hún mjög greinagóða fjarvistarsönnun, svo greinagóða að lögreglu fannst það grunsamlegt. „Enginn sem var ekki búinn að undirbúa sig fyrir þetta hefði getað gefið svona nákvæm svör. Þetta var fjarvistarsönnun upp á hverja mínútu hjá Teresu Stone,“ sagði lögfræðingur sem tengdist málinu.

Þess má geta að séra David Love var líka með nokkuð nákvæma fjarvistarsönnun. Það fannst lögreglunni áhugavert, sérstaklega þegar henni fór að berast sögusagnir um ástarsamband séra Love og Teresu.

Í yfirheyrslunni var Teresa spurð út í ástarbréfið, en hún átti engin svör. Hún var bókstaflega orðlaus. Lögregluþjónarnir yfirgáfu yfirheyrsluherbergið og þá náði öryggismyndavél Teresu segja: „Æ frábært. Ég gleymdi því alveg.“ Þegar lögregluþjónarnir sneru aftur sagði Teresa að ástarbréfið væri frá leynilegum aðdáenda.

Hafði haldið framhjá í áratug

Rannsóknin leiddi meira í ljós. Teresa hafði lent í fósturláti og það eftir að Randy hafði farið í ófrjósemisaðgerð. Auk þess fannst skammbyssa Randys hvergi en skothylkin sem fundust á vettvangi morðsins pössuðu við hana.

Teresa var boðuð í aðra yfirheyrslu og þá setti lögreglan meiri pressu á hana sem varð til þess að hún játaði að hafa haldið framhjá. Hún viðurkenndi að hún og séra Love hefðu átt í ástarsambandi í um það bil tíu ár. 

Þetta varð til þess að presturinn var líka boðaður í yfirheyrslu. Á meðan hann sat á lögreglustöðinni og gaf ekkert upp var Teresa í herberginu við hliðina á og játaði að hún teldi að Love væri ábyrgur fyrir morðinu.

Langir fangelsisdómar

Lögreglan gerði húsleit á heimili séra Love og þar fannst tölva sem innihélt myndir og tölvupóst sem hann og Teresa höfðu sent sín á milli. Þar töluðu þau um að hefja nýtt líf saman. Það varð til þess að David Love var handtekinn og síðan dæmdur fyrir að myrða Randy Stone.

Hann fékk lífstíðarfangelsisdóm með möguleika á reynslulausn árið 2036. Teresa fékk átta ára fangelsisdóm fyrir aðkomu sína að málinu. Hún útvegaði séra Love skammbyssu eiginmanns síns, sem var notuð til að verða honum að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóra fór á skeljarnar á sýningu – „Við vissum ekkert, hann vissi ekkert, áhorfendur vissu ekkert“

Dóra fór á skeljarnar á sýningu – „Við vissum ekkert, hann vissi ekkert, áhorfendur vissu ekkert“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus ætlar að nefbrjóta mann á laugardaginn – Gerði 650 þúsund króna veðmál

Hafþór Júlíus ætlar að nefbrjóta mann á laugardaginn – Gerði 650 þúsund króna veðmál
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Skúla og Grímu kom í heiminn í gær – „15 full­komnar merkur“

Sonur Skúla og Grímu kom í heiminn í gær – „15 full­komnar merkur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona Schumachers brotnar niður í viðtali – „Auðvitað sakna ég Michaels á hverjum degi“

Eiginkona Schumachers brotnar niður í viðtali – „Auðvitað sakna ég Michaels á hverjum degi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fjögur tonn af landreknu rusli

Fjögur tonn af landreknu rusli
Fókus
Fyrir 5 dögum

Matur og heimili: Leyndardómar 20&sjö Mathús bar og draumagarður afhjúpaður

Matur og heimili: Leyndardómar 20&sjö Mathús bar og draumagarður afhjúpaður
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndband – Áhrifavaldamóðir lét grátandi son sinn stilla sér upp fyrir mynd

Myndband – Áhrifavaldamóðir lét grátandi son sinn stilla sér upp fyrir mynd
Fókus
Fyrir 5 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala