fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Kara og Viktor um blæti og eigin tilraunastarfsemi í svefnherberginu – „Við tökum fram að þátturinn er ekki fyrir þá viðkvæmustu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 23. ágúst 2021 21:00

Kara og Viktor. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta hlaðvarpsþætti Átján Plús fjallar klámstjörnuparið Kara og Viktor um mismunandi blæti (e. fetish.) Átján Plús er hlaðvarp í þeirra umsjá sem fjallar um klám og kynlíf en parið er á OnlyFans og kallar sig þar LoveTwisted og Mr. Love Twisted. Þau eru einnig með rás á Pornhub en er hún lokuð fyrir Íslendinga. Þau útskýrðu ástæðuna fyrir því í síðasta þætti, um hann má lesa hér.

Í öðrum þætti sem heitir einfaldlega „Fetish“ ræða Kara og Viktor um blæti og eigin tilraunastarfsemi í svefnherberginu. Þau skafa ekki utan af hlutunum og eru óhrædd við að deila eigin reynslusögum með hlustendum.

Flengingar algengasta blætið

„Samkvæmt bandarískri rannsókn er algengasta blætið í kynlífi meðal fólks svokallað „Impact Play“ eða flengingar, hvort sem það er með spaða, lófa, flogger eða svipu jafnvel,“ útskýrir Viktor.

„Fótablæti, hlutverkaleikir og bindingar eru meðal vinsælustu blæta fólks samkvæmt könnuninni, en skrítnari blætin eru líka ótrúlega skemmtilegt umfjöllunarefni,“ segir Kara.

Kynnast mörgu í gegnum OnlyFans

Parið segist kynnast alls konar mismunandi blætum í gegnum áskrifendur sína á OnlyFans-síðum sínum.

„Maður heyrir í fjölda fólks á hverjum degi. Sumir karlmenn fíla að klæða sig í kvenmannsföt, aðrir eru með sýniþörf og vilja senda manni allskonar myndir af sjálfum sér. Svo er fólk sem er í grófari kantinum með sín blæti sem eru alls ekki fyrir viðkvæm augu, en við ræðum þau einmitt í þættinum líka nokkuð opinskátt,“ segir Kara og hlær.

Lesa meira: Kara og Viktor svipta hulunni af klámstjörnubransanum

Tengja ekki við öll blætin en sýna þeim flestum skilning

„Við aðhyllumst auðvitað ekki næstum því öll blæti persónulega, enda skipta þau hundruðum og eru eins mismunandi og þau eru mörg. En við sýnum þeim nær öllum skilning því þetta er eitthvað sem fólk á sinn rétt á,“ segir Viktor.

Kara útskýrir að til séu blæti sem eru á gráu svæði og önnur sem eru beinlínis ólögleg.  „Það er stundum mjög fín lína þarna á milli. Mikilvægast af öllu er að það sé samþykki allra viðkomandi aðila. Sem dæmi er gægjuþörf eitt blæti sem telst á gráu svæði og sýnum við því engan skilning ef fólk er að gægjast að öðrum án þeirra samþykkis. En ef samþykki liggur fyrir er það allt annað og betra,“ segir Kara.

„Það eru önnur og miklu grófari blæti sem við ræðum í þættinum en við viljum kannski ekki ræða hér, og við tökum fram að þátturinn er ekki fyrir þá viðkvæmustu,“ segir Viktor.

Annar þáttur Átján Plús er kominn inn á Spotify og einnig er hægt að hlusta á hann í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu