fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Fókus

Birgitta Líf nýtur lífsins á Kanarí með fjölskyldunni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 17:30

Birgitta Líf. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Líf Björnsdóttir, athafnakona með meiru, virðist vera að njóta sín í botn með fjölskyldunni á Kanarí. Birgitta Líf er dóttir athafnahjónanna Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur sem gjarnan eru kennd við líkamsræktarveldi þeirra World Class. Hún starfar sem markaðsstjóri World Class og er eigandi skemmtistaðarins Bankastræti Club. Birgitta Líf er einnig mjög vinsæll áhrifavaldur á Instagram með yfir 25 þúsund fylgjendur.

Tekjublað DV kom út í gær og þar má finna laun Birgittu Lífar, en hún er með rétt rúmlega milljón á mánuði miðað við greitt útsvar eða 1.019.943 kr. á mánuði.

Birgitta Líf hefur verið dugleg að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að sjá myndir og myndbönd úr ferðalaginu. Fjölskyldan lætur sér ekki leiðast og hefur meðal annars farið í tennis og golf, og að sjálfsögðu notið hitans í sólbaði.

Birgitta Líf birti fyrstu myndina úr fríinu fyrir viku síðan og hefur síðan þá birt sjö aðrar færslur til viðbótar, auk þess deilir hún reglulega í Story.

Í dag byrjaði fjölskyldan á golfi. Birgitta birti mynd af sér á vellinum ásamt móður sinni og bróður.

Birgitta Líf er í samstarfi með orkudrykkjaframleiðandanum Nocco og var að sjálfsögðu með einn slíkan drykk í sólbaði.

Hún fór á ströndina.

Æfði sig í Tennis

Kæla sig í lauginni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólétt Kylie Jenner svarar 73 spurningum

Ólétt Kylie Jenner svarar 73 spurningum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marín lýsir síðasta degi í lífi föður hennar – „Hann kom heim, sagðist ætla að leggja sig […] svo var hann bara farinn“

Marín lýsir síðasta degi í lífi föður hennar – „Hann kom heim, sagðist ætla að leggja sig […] svo var hann bara farinn“