fbpx
Mánudagur 20.september 2021
Fókus

Stefnumót endaði með ósköpum þegar „látin“ kærasta gekk inn

Fókus
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 08:48

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fólk hugsar um slæmt fyrsta stefnumót þá hugsar það oftast um leiðinlegt spjall eða vandræðalega þögn. En fyrir eina konu var það mikið verra þegar „látin“ kærasta gekk inn um dyrnar á veitingastaðnum.

Hannah er tvítug kona frá Lancaster í Bretlandi. Hún kynntist karlmanni á Tinder og eftir að hafa spjallað saman í gegnum stefnumótaforritið í nokkrar vikur fóru þau út að borða saman. Hannah deilir reynslu sinni með LanscLive.

Allt lék í lyndi á meðan kvöldverðinum stóð og maðurinn byrjaði að opna sig.

„Hann var að tala um hvernig hann hefði nýlega misst kærustu sína úr krabbameini og að hann væri að glíma við mikla erfiðleika og söknuð vegna þessa. Ég sýndi honum mikla samúð því þetta er auðvitað skelfilegur hlutur að þurfa að ganga í gegnum,“ segir hún. Maðurinn sýndi henni einnig myndir af konunni.

„Allt gekk vel þar til hann allt í einu horfði upp og varð náfölur í framan og hljóp á klósettið,“ segir Hannah sem var frekar ringluð á viðbrögðum mannsins og leit í kringum veitingastaðinn. Þá sá hún konu sem henni fannst hún kannast við.

„Það kom í ljós að dauða kærastan var ekki svo dauð. Hún var reyndar sprelllifandi og á með honum tvö börn. Hún hélt að hann væri að vinna aukalega svo hann gæti hjálpað til við heimilisbókhaldið.“

Ekki nóg með það þá kom einnig í ljós að þetta var ekki í fyrsta skipti sem maðurinn fór á stefnumót með „sorgarsögu“ sína að vopni. Hannah var sjötta konan sem hann laug þessu að.

Hannah viðurkennir að hún hefði verið í áfalli. Hún skildi eftir pening fyrir sínum hluta af reikningnum og yfirgaf veitingastaðinn. Á meðan hún gekk út heyrði hún öskur frá konunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndirnar: Sýnir hvernig líkaminn sinn lítur raunverulega út

Sjáðu myndirnar: Sýnir hvernig líkaminn sinn lítur raunverulega út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndband sem sýnir hvernig á að nota örbylgjuofn „rétt“ gerir allt vitlaust

Myndband sem sýnir hvernig á að nota örbylgjuofn „rétt“ gerir allt vitlaust
Fókus
Fyrir 5 dögum

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var þetta Kanye West með Kim í gær? Þetta er sannleikurinn

Var þetta Kanye West með Kim í gær? Þetta er sannleikurinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástæðan fyrir því að Megan Fox klæddist gegnsæja kjólnum – „Það sem þú vilt, pabbi!“

Ástæðan fyrir því að Megan Fox klæddist gegnsæja kjólnum – „Það sem þú vilt, pabbi!“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldan stækkar hjá Frikka Dór og Lísu

Fjölskyldan stækkar hjá Frikka Dór og Lísu