fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Þórunn Antonía lætur í sér heyra og svarar gagnrýni fyrir að birta myndir af sér fáklæddri

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 16. ágúst 2021 10:30

Ein af myndunum sem Þórunn Antonía deildi. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og skemmtikrafturinn Þórunn Antonía Magnúsdóttir lætur ekki segja sér hverju hún má og má ekki deila á samfélagsmiðlum. Hún birti á dögunum myndir frá ferðalagi sínu til Króatíu og á nokkrum þeirra er hún fáklædd.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by thorunnantonia (@thorunnantonia)

Ein kona taldi sig knúna til að gagnrýna Þórunni Antoníu fyrir myndbirtinguna og skrifaði við mynd hennar á Instagram: „Í hvaða tilgangi tekur þú þessar myndir af þér. Ég skil það ekki, er það bara til að æsa upp PERRANA.“

Þórunn Antonía svaraði konunni um hæl. „Í hvaða tilgangi ert þú að fylgja mér? Í hvaða tilgangi ert þú að hneykslast á ókunnugum manneskjum. Þetta er mín síða og hér pósta ég mínum myndum og ef þér finnst eitthvað að minni hegðun er það 100% þitt. Ég er ekki að pósta neikvæðum ummælum á þína síðu heldur þú á mína þannig þú ert í raun eini „perrinn“ sem ert að áreita mig.“

Söngkonan vakti einnig athygli á gagnrýninni og svari sínu við henni í Story á Instagram. „Eins og lofað hefur verið pósta ég allri áreitni beint í story óháð kyni,“ sagði hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by CAMY (@camillarut)

Áhrifavaldurinn Camilla Rut kom Þórunni til varnar og svaraði einnig konunni.

„Kona á að geta fagnað sjálfri sér, líkamanum sínum og kvenleika sínum í allri sinni dýrð án þess að þurfa að pæla í „perrunum.“ Það er ekki á ábyrgð kvenna að passa upp á að æsa ekki upp blessuðu perrana. Ef perrarnir eru viðkvæmir fyrir því að æsast upp þá mega þeir loka sig af, loka augunum og vinna í sjálfum sér og taka ábyrgð,“ sagði hún og bætti við að henni þykir Þórunn Antonía geggjuð.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by thorunnantonia (@thorunnantonia)

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þórunn Antonía lætur í sér heyra eftir að hafa verið gagnrýnd fyrir að birta fáklæddar myndir af sér.

Í desember í fyrra greindi hún frá því að mynd af henni skreyta jólatré í rauðri blúndu samfellu hefði „sjokkerað vinkonur vinkvenna“ hennar. Í stað þess að láta það á sig fá birti hún fleiri myndir úr sömu myndatöku.

Sjá einnig: Þórunn Antonía frétti að mynd af henni hefði „sjokkerað“ vinkonur vinkvenna sinna – Þá deildi hún þessu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna