fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Umdeildi skopmyndateiknarinn hættir ekki – Skítkast úr kamri vegna bólusetninga

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 13:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umdeildi skopmyndateiknarinn Helgi Sigurðsson vakti athygli í gær þegar hann teiknaði mynd sem birtist í Morgunblaðinu er varðaði bólusetningar. Helgi virðist ekki vera hlynntur þeim, en á myndinni mátti sjá risastóra bólusetningasprautu stingast í gegn um mann sem spyr: „Verður maður ekki að treysta „sérfræðingunum“?“

Skjáskot úr Morgunblaðinu

Úlfúð vegna skopmyndar í Morgunblaðinu – „Falsfréttir á sterum. En Mogginn er geim“

Líkt og DV greindi frá var myndin mikið gagnrýnd á samfélagsmiðlum, meðal annars af fjölmiðlamönnunum Þórði Snæ Júlíussyni og Helga Seljan. Síðan myndaðist mikil umræða um myndina í Facebook-hópnum Fjölmiðlanördar, en þar voru skiptar skoðanir á hlutverki skopmynda og hvort líta ætti þessa mynd Helga alvarlegum augum.

Helgi lét þessa umræðu ekki stöðva sig, en í dag birtist önnur mynd eftir hann í Morgunblaðinu, og aftur varðaði hún bólusetningar.

Skjáskot úr Morgunblaðinu

Yfirskrift myndar dagsins er: „Kastið ekki steinum úr náðhúsi óvita börn“. Á henni má sjá kamar, en þaðan er kastað skít í stórt veggspjald. Á veggspjaldinu stendur „Ég kýs að taka ábyrgð á eigin heilsu og vil bíða með að taka þátt í lyfjaprófi.“, en úr sjálfum kamrinum er sagt: „Það er andfélagsleg hegðun og sjálfselska að hafna bólusetningu!“

Helgi Sig virðist vera að gagnrýna þá sem setja út á fólk sem ekki fer í bólusetningu. Hann gæti meira að segja verið að vísa í mál Nökkva Fjalars Orrasonar, frumkvöðuls, sem sagði í gær að hann hyggist ekki fara í bólusetningu og nefndi heilsu sína í því samhengi. Í kjölfar þess að hann tilkynnti það gerði fólk stólpagrín að honum á samfélagsmiðlum. Skopmyndin gæti því snúist um þau miklu viðbrögð sem Nökkvi fékk.

Íslendingar furða sig á ákvörðun Nökkva:Kallaður hálfviti og trúður – Auddi Blö skýtur harkalega á hann

Þessar tvær myndir eru ekki þær fyrstu sem Helgi gerir um bólusetningar og valda usla. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að dreifa falsfréttaáróðri, til að mynda með því að benda fólki á umdeildan bandarískan lækni sem mældi með lækningu við COVID-19, sem heilbrigðisstofnanirnar hafa mælt gegn að fólk noti.

Hægt er að lesa um umdeildustu myndir Helga hér: „Nýjar hæðir í viðbjóði“ – Þessar myndir umdeilda skopteiknarans hafa valdið mestum usla

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni