fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

Rósa þarf að nota stóma eftir illvígt krabbamein – Hljóp 106 km í Hengill-Ultra utanvegahlaupinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 24. júlí 2021 13:52

Rósa Björg Karlsdóttir. Mynd: Hallur Karlsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósa Björg Karlsdóttir hljóp 106 kílómetra í Hengill Ultra-utanvegahlaupinu í vor. Slíkt afrek eru fréttnæm fyrir hvern sem er en það magnaða við afrek Rósu er að hún fékk krabbamein í endaþarmi árið 2009 og glímir enn við afleiðingar þess. Vegna afleiðinga krabbameinsins þarf Rósa að notast við stóma.

Þetta kemur fram í viðtali Vikunnar við Rósu

„Ég þarf að nota salerni fyrir fatlaða, ég get ekki notað klósett nema sé vaskur inn á því og ég þarf svæði til að athafna mig. Ég hef lent í uppákomum þar sem fólk hraunar yfir mig þegar ég nota salerni fyrir fatlaða og í seinni tíð svara ég bara: „fötlun er ekki alltaf sýnileg.“ Ég þarf ekki að útskýra það eða lyfta upp bolnum og sýna örin eða stómað. Aðgát skal hafa í nærveru sálar eins og máltækið segir, við vitum aldrei hvað náunginn gengur í gegnum, og það stendur ekki á enninu á mér að ég sé með stóma. Við getum verið svolítið grimm við hvert annað og það er eitthvað sem mig langar alltaf svo mikið að breyta,“ segir Rósa í viðtalinu.

Rósa segir mikilvægt að líta ekki á krabbamein í endaþarmi sem feimnismál því það verða að ræða um endaþarm og ristilskimanir.

„Þegar ég fer í sund eru börn ófeimin að spyrja hvað stómað er meðan fullorðna fólkið verður oft óöruggara og ég hef fengið spurninguna; „finnst þér sniðugt að fara með svona poka í sund?“ Ég er ófeimin við að bjóða fólki að spyrja mig um stómað þegar ég sé það horfa,“ segir Rósa ennfremur.

Var sagt upp kennarastarfi vegna veikindanna

Rósa missti starf sitt sem kennari við Áslandsskóla í Hafnarfirði vegna veikindanna. Er hún hafði náð sér eftir meðferðirnar og var orðin vinnufær ætlaði hún að hefja kennslu aftur. Þetta var haustið 2012. Hún segir að ekkert hafi bólað á svari frá skólanum en síðan kom leiðinlegt bréf frá Hafnarfjarðarbæ:

„Síðan kom bréf frá Hafnarfjarðarbæ þar sem mér var tilkynnt að stöðunni minni væri sagt upp. Þetta var algjört kjaftshögg því að ég átti stöðu hjá bænum, ég var í veikindafríi, og það er alltaf talað um að einstaklingar sem lenda í hremmingum líkt og ég verði að eiga rétt á endurkomu til vinnu,“ segir Rósa sem fór á fund þáverandi bæjarstjóra og ræddi við Kennarasamband Íslands, en þar fékk hún þau svör að þetta væri löglegt hjá bænum en siðlaust.

Bataferli og þrautseigja

Rósa segist vera þrjósk og skapmikil að eðlisfari en eftir viðamikla aðgerð við krabbameininu tók við langt og strangt bataferli. Á seinni árum hefur hún lagt stund á langhlaup með sífellt meiri árangri og lagt langar vegalengdir að baki. Hún tók þátt í 53 km hlaupi árið 2019 og svo var það áðurnefnt 106 km hlaup. Í viðtalinu lýsir Rósa því hvaða þýðingu hlaupin hafa fyrir hana, hvað sigrarnir sem þau fela í sér skipta miklu máli:

„Þeir sem hafa hlaupið slíkt hlaup skilja þetta. Fyrir mig er það þannig að ég stýri hlaupinu sjálf. Ég hef aldrei getað stýrt neinu í veikindunum þar sem ég var slegin út í tíma og ótíma. Hlaupin gefa mér gríðarlega mikið og tilgang. Að standa uppi á Esju, Helgafelli eða hvar sem er og horfa yfir er eins og 50 vítamínsprautur fyrir mig. Ég næ fullkominni sátt við veikindin, ég get þetta þrátt fyrir allt sem hrjáir mig, á mínum forsendum, og ég ætla að hlaupa á meðan ég get.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Komst að fortíð kærustunnar og treystir henni ekki lengur

Komst að fortíð kærustunnar og treystir henni ekki lengur
Fókus
Í gær

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Náðu að svindla yfir hundrað milljónum af íslensku fyrirtæki

Náðu að svindla yfir hundrað milljónum af íslensku fyrirtæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu