fbpx
Miðvikudagur 04.ágúst 2021
Fókus

Raunveruleikastjarna birtir ótrúlega „fyrir og eftir“ mynd – Sérð þú hvað er athugunarvert?

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 4. júní 2021 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Chris Taylor birti svakalega „fyrir og eftir“ mynd á Instagram en það er eitthvað athugunarvert við myndina. Chris, sem naut mikilla vinsælda í Love Island árið 2019, gerir grín að stjörnunum sem greina frá óraunhæfu þyngdartapi á samfélagsmiðlum og reyna í kjölfarið að selja einhverja vöru eða þjónustu.

Chris birti tvær myndir. Á myndinni til hægri er hann töluvert vöðvameiri og skornari. Með myndunum skrifaði hann. „Ég vakna á hverjum degi klukkan ellefu kvöldið áður. Ég skokka til klukkan þrjú um nóttina og klæðist aðeins ruslapoka. Eftir það borða ég fyrstu og síðustu máltíð dagsins. 20 þúsund grömm af strútakjöti, 68 egg og fjögurra vikna gamalt epli. Síðan fer ég í ræktina í þrjá tíma og lyfti á meðan ég hlusta á Chuck Norris öskra hvatningarorð til mín. Síðan fer ég heim og fæ með 400 grömm af próteindufti, enginn vökvi með,“ segir Chris.

„Ef þú vilt taka þátt í prógramminu mínu þá kostar það aðeins 30 milljónir á mánuði.“

Það tók ekki langan tíma fyrir glögga netverja að sjá að eitthvað væri ekki alveg að ganga upp á hægri myndinni. „Eftir“ líkami Chris er bara alls ekki hans líkami. Hann setti andlit sitt á líkama vinar síns og raunveruleikastjörnunnar Michael Griffith.

Ef þú skoðar myndirnar aftur þá sérðu að húðflúrin séu ekki þau sömu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingar gera það gott í íbúðaskiptum – Fengu boð um skipti í Jerúsalem, Spáni, Frakklandi og Ítalíu á einum degi

Íslendingar gera það gott í íbúðaskiptum – Fengu boð um skipti í Jerúsalem, Spáni, Frakklandi og Ítalíu á einum degi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífssögur Jennifer Aniston – „Kinky“ heitapottur og kynlíf með fjölda fólks í flugvél

Kynlífssögur Jennifer Aniston – „Kinky“ heitapottur og kynlíf með fjölda fólks í flugvél
Fókus
Fyrir 4 dögum

Róbert Gíslason: „Ég átti versta dag lífs míns“ – Sonur Gísla Rúnars gerir upp lát föður síns

Róbert Gíslason: „Ég átti versta dag lífs míns“ – Sonur Gísla Rúnars gerir upp lát föður síns
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rapplag veldur usla – Kalla Boris Johnson barnaperra og gera grín að Madeleine McCann

Rapplag veldur usla – Kalla Boris Johnson barnaperra og gera grín að Madeleine McCann
Fókus
Fyrir 5 dögum

Britney Spears gerir allt vitlaust á ný – Birtir myndband af sér á brjóstunum

Britney Spears gerir allt vitlaust á ný – Birtir myndband af sér á brjóstunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt að hjónaband foreldra sinna væri fullkomið – Svo komst hann að sannleikanum

Hélt að hjónaband foreldra sinna væri fullkomið – Svo komst hann að sannleikanum