fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Fókus

Nánustu mæðgur í heimi – Vaxa hvor aðrar að neðan og deila kynlífsupptökum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 3. júní 2021 20:30

Nánu mæðgurnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við höfum heyrt um nánar mæðgur en svo eru það þessar mæðgur. Karla, 44 ára, og Rykia, 26 ára, frá Jacksonville, Alabama. Þær gera allt saman, hvort sem það er að elda, horfa á myndir eða vaxa sig að neðan. Mæðgurnar koma fram í nýjum þætti af sMothered á sjónvarpstöðinni TLC.

„Móðir mín er mikilvægasta manneskjan í mínu lífi. Ég get treyst á hana og ég kann að meta það. Ég virkilega geri það. Við gerum allt saman og ég meina ALLT. Við horfum á myndir saman, eldum saman og „twerkum“ saman,“ segir Rykia.

Mæðgurnar „twerka“ saman.

„Hún er fyrsta manneskjan sem ég sé þegar ég vakna og síðasta manneskjan sem ég sé áður en ég fer að sofa.“

Sumum þykir samband mæðgnanna frekar undarlegt. „Fólk hefur sagt við mig að við séum of nánar,“ segir Karla.

„Ég skil ekki af hverju þeim þykir sambandið okkar svona skrýtið eða furðulegt,“ segir Rykia.

Mæðgurnar eru alltaf reiðubúnar að hjálpa hvor annarri þegar kemur að bikinívaxi. „Við höfum verið að vaxa hvor aðra í smá tíma núna,“ segir Rykia hlæjandi og Karla bætir við: „Fólk fær stundum áfall yfir því sem við gerum saman.“ Hér getur þú horft á stiklu úr þættinum þar sem þær vaxa hvor aðra.

Rykia og Karla.

Opnar um kynlíf

Kannski er eitt af því „furðulegra“ við samband þeirra er hversu opnar þær eru um kynlíf sitt við hvor aðra. „Ég sýndi henni fyrstu kynlífsupptökuna mína fyrir tveimur árum,“ segir Karla.

Rykia segist hafa sýnt móður sinni kynlífsmyndband með sér fyrir ári síðan. „Ég vildi fá annað álit og ráð,“ viðurkennir hún. „Fyrrverandi minn vissi að ég deildi myndbandinu með móður minni og hann var alveg: „Þið eruð sjúkar.““

En Karla sér ekkert að sambandi þeirra. „Ég er stolt að hafa búið hana til og mér líður dásamlega að fá að elska hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi meðlimur Quarashi og annálaður fagurkeri selja slotið

Fyrrverandi meðlimur Quarashi og annálaður fagurkeri selja slotið
Fókus
Í gær

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix