fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Nær óþekkjanlegur – Hefur eytt 22 milljónum til að líkjast „filter“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 27. júní 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aneece Malik, frá Manchester, hefur látið breyta útliti sínu til að líkjast samfélagsmiðla „filter“ og hefur aldrei verið jafn hamingjusamur. Mirror greinir frá.

Aneece var mjög óöruggur, sérstaklega þegar kom að því að birta myndir af sjálfum sér á samfélagsmiðlum. Hann birti aldrei myndir án þess að nota „filtera“ til að breyta útliti sínu.

Áður en hann byrjaði að breyta andliti sínu.

Hann ákvað að taka málin í eigin hendur og gekkst undir nokkrar fegrunaraðgerðir til að líkjast meira þessum „filterum“ í alvörunni. Hann hefur eytt meira en 22 milljónum í að breyta útliti sínu. Hann hefur meðal annars látið fylla í varir sínar og kinnar, farið í bótox og háreyðingalaser og svo kallað „micro blading“.

Eftir.

Það mætti segja að Aneece sé óþekkjanlegur enda var það markmiðið með þessu öllu saman.

„Ég var ekki ánægður með mig og var vanur að nota alltaf „filter“ áður en ég deildi einhverju á samfélagsmiðlum […] Ég ákvað að verða bara „filter“ og líða þannig vel í eigin skinni,“ segir hann.

Fyrir.

Aneece býr í Tyrklandi og eyðir miklum pening í að viðhalda breyttu útliti sínu. Hann segist vera mun öruggari núna og fylgjendahópur hans á samfélagsmiðlum stækkar ört.

„Ég er með þráhyggju fyrir útliti mínu og það verður að vera fullkomið. Sumir lýtalæknar neita að sprauta í andlit mitt og segja að þetta sé komið gott, þannig ég fer á mismunandi stofur í hverjum mánuði,“ segir hann.

Aneece segir að hann hefði fengið litla sem enga athygli áður en hann breytti útliti sínu. „Nú heldur fólk augnsambandi við mig og ég veit að það er vegna þess að það dáist að mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar