fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
Fókus

Ummæli Reynis Bergmanns harðlega gagnrýnd – „Við vissum ekki að hann væri svona grófur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 23. nóvember 2020 11:41

Reynir Bergmann. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Reynir Bergmann, 39 ára, mætti í hlaðvarpsþáttinn 12:00 sem nemendur Verzlunarskólans sjá um. Þar lét hann ummæli falla um femínista, nánar tiltekið vegan rauðhærða femínista, og MH-inga, sem hafa verið harðlega gagnrýnd.

Umsjónarmenn 12:00 hafa beðist opinberlega afsökunar og segjast taka fulla ábyrgð á því að hafa fengið hann sem viðmælanda. „Um leið og hann labbaði út vissum við að við myndum aldrei gefa út þáttinn,“ segir Emil Örn Aðalsteinnson, annar umsjónarmaður þáttarins, í samtali við DV. Femínistafélög Verzlunarskólans og Menntaskólans við Hamrahlíð hafa einnig gagnrýnt ummæli Reynis.

Ummælin

„Þessi meistari hérna spurði mig hvort að eitthvað væri „off-limits“ sem mætti ekki tala um og svarið er: Nei. Ef það væri eitthvað sem ég myndi ekki gera þá væri það rauðhærður vegan femínisti, hann myndi ekki fá liminn minn,“ sagði Reynir Bergmann í myndbandi sem birtist í Story á Instagram-síðu hans.

Þá spyr annar umsjónarmaður þáttarins: „Ertu að tala um MH-ingana?“

„MH-inga já, MH-inga,“ segir þá Reynir. „Þeir þola ekki MH-inga þessir.“

Reynir hefur síðan þá eytt þeim hluta þar sem hann lætur ummælin falla úr Instagram-story.

Miður sín vegna málsins

DV ræddi við Emil Örn, annan umsjónarmann 12:00 um málið. „Við erum ógeðslega litlir í okkur,“ segir Emil og bætir við að þeir félagarnir hafi vitað lítið um Reyni fyrir þáttinn.

„Við sendum fullt af þekktum Íslendingum skilaboð til að fá þá í þáttinn og til að búa til skemmtilegt efni. Ég byrjaði bara að fylgja Reyni fyrir viku síðan, við vissum ekki að hann væri svona grófur. Hann labbaði inn og byrjaði bara að bulla mjög snemma. Á einhverjum tímapunkti var hann að koma með eitthvað gott, sem við vildum fá, eins og um hvað fíkn væri mikill djöfull og segja frá þeirri upplifun. Það er það sem við vissum og vorum að leitast eftir, ekki einhverjum svona ummælum,“ segir hann.

„Það sem er svo leiðinlegt við þessa tengingu við MH er að áður en hann rífur upp símann og kemur með þennan brandara eða komment eða hvað sem í andskotanum þetta átti að vera, þá erum við að tala um ríg á milli Verzló og annarra skóla, eins og MH. Þá var hann að tala um að „ég elska ljóshærðu tappana í Verzló, þið eruð miklu flottari en krakkarnir í MS og MH“ og eitthvað svoleiðis. Svo rífur hann upp símann og segir þetta, og ég spyr þá: „MH-ingana, ertu að tala um MH-ingana?“ Því við vorum bara að leiða út frá því samtali. Leiðinlegt hvernig við blöndumst inn í þetta,“ segir Emil.

Hann ítrekar að þeir séu miður sín yfir málinu og að ummæli Reynis endurspegla engan veginn skoðanir þeirra eða um hvað þátturinn snýst um.

„Um leið og hann labbaði út vissum við að við myndum aldrei gefa út þáttinn,“ segir hann.

Drengirnir báðust einnig opinberlega afsökunar á Instagram og má lesa tilkynninguna í heild sinni hér að neðan.

Skjáskot/Instagram

Femínistafélög fordæma ummælin

Femínistafélög Verzlunarskólans og Menntaskólans við Hamrahlíð hafa bæði fordæmt ummæli Reynis.

„Þessi ummæli voru ekki aðeins niðrandi og ósmekkleg í garð ungra (15-20 ára) kvenna í menntaskóla heldur kvenna/femínista hvarvetna,“ kemur fram í tilkynningu frá Femínistafélaginu Embla, sem er félag MH.

Femínistafélagið Embla hrósar umsjónarmönnum 12:00 fyrir að taka ábyrgð. Félagið ávarpar síðan Reyni:

„Reynir Bergmann – Þú sem fullorðinn einstaklingur ættir að vita betur en að reyna að skora einhver stig hjá menntaskólakrökkum með því að láta svona ummæli falla. Hvernig finnst þér í lagi að tala svona um konur, sérstaklega ungar konur á menntaskólaaldri? Við skorum á þig að taka ábyrgð á orðum þínum og endurhugsa þína hegðun og afleiðingarnar sem hún getur haft. Nýttu þér vettvanginn þinn í eitthvað uppbyggilegt, reyndu að líta eigin barm og læra eitthvað af þessu. Eru þetta áhrifin sem þú vilt hafa á kynslóð framtíðarinnar?“

Tjáir sig á Instagram

Reynir Bergmann tjáði sig um málið á Instagram í morgun. Hann segir að um rosalegan misskilning sé að ræða og að hann elski konur.

„Ég fór í eitthvað podcast í gær og við vorum eitthvað að spjalla og við vorum að tala um samkynhneigð og ég er ekki samkynhneigður og hvaða týpur af mönnum ég vildi ekki og ég sagði femínisti, rauðhærður og vegan, HANN fengi ekki lim. Og það er komið út í það að femínistasamfélagið sé tryllt á móti mér. Það er allt í lagi, það er þeirra. [Segja] að ég sé kvenhatari, ég veit ekki hvernig kvenhatari komi út því ég er að tala um karla,“ segir Reynir og bætir við að hann elskar og dýrkar konur.

„Ég elska femínista, ég elska þá og þeir hata mig,“ segir hann.

Vert er að taka fram að umræðan sem Reynir segir að hafi átt sér stað áður en hann lét ummælin falla, birtist ekki í Story hjá honum, einungis það sem kemur fram hér að ofan.

Reynir þvertekur einnig fyrir að vera barnaperri og segir það áleitið að vera bendlaður við slíkt vegna ummæla sinna.

Biðst afsökunar og segist skammast sín

DV hafði samband við Reyni og spurði hvort hann vildi tjá sig frekar um málið. Hann er ósáttur með athyglina sem ummæli hans eru að fá og segir þau vera tekin úr samhengi.

„Tjá mig þá um hvað? Að ég væri ekki til í karlmann sem væri vegan, femínisti og rauðhærður. Það er það eina sem ég sagði. Þetta lið er að taka þetta allt úr samhengi, ef þú hlustar á klippuna þá segi ég hann, hann fengi ekki. Þetta lið er alveg týnt og er að blása þetta þvílíkt upp. Þetta er það sem ég er að tala um, öfgafemínistar, og 99 prósent af liðinu hérna á Instagram er sammála mér sko,“ segir hann. „En svona er lífið.“

Reynir sagðist alveg eins geta beðist opinberlega afsökunar. „Ég vissi bara ekki að fólk gæti verið svona rosalega viðkvæmt, að það mætti ekkert segja því það fer fyrir brjóstið á fólki. Spáðu hvað landið og þjóðin yrðu leiðinleg ef allir myndu tipla á tánum og enginn myndi þora að segja neitt.“

Hann biðst síðan afsökunar. „Ég vil biðjast innilega afsökunar. Meiningin var ekki að særa eða skaða neinn. Fólk sem fylgist með mér veit að ég segi bara eitthavð. Það vita það 95 prósent þeirra sem fylgjast með mér. Ég kalla alltaf lambakjöt svínakjöt og nautakjöt kalla ég kalkún. Ég vil biðjast opinberlega afsökunar og sé eftir ummælum mínum, og skammast mín. Það er staðan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Enn og aftur „vandræðalegt“ augnablik á milli fyrrverandi forsetahjónanna – „Melania er alveg búin“

Enn og aftur „vandræðalegt“ augnablik á milli fyrrverandi forsetahjónanna – „Melania er alveg búin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar „kynlífshúss“ segja að Covid sé að eyðileggja orgíurnar

Íbúar „kynlífshúss“ segja að Covid sé að eyðileggja orgíurnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Algeng lygi úr svefnherberginu sem „er skaðleg konum“

Algeng lygi úr svefnherberginu sem „er skaðleg konum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég kvíði því að fara í vinnuna vegna stöðugra Covid slagsmála“

„Ég kvíði því að fara í vinnuna vegna stöðugra Covid slagsmála“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram: „Þetta ár fer í að njóta tvöfalt“

Vikan á Instagram: „Þetta ár fer í að njóta tvöfalt“