fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Hundur í Súðavík tók ástfóstri við kóp – „Hann er eins og taugaveikluð andamamma“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 4. maí 2021 12:30

Aðsendar myndir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Hólm Agnarson tók að sér verkefni í stærri kantinum í gærkvöldi. Hann og fjölskylda hans tóku að sér kóp sem fæddist fyrir tímann og var yfirgefinn af móður sinni í fjörunni í Súðavík. Ásgeir hefur verið í sambandi við selasérfræðinga í Reykjavík.

„Hann var búinn að vera einn á sama stað síðan á fimmtudag eða föstudag í síðustu viku,“ segir Ásgeir í samtali við DV.

Kópurinn var orðinn horaður og ákvað Ásgeir að taka hann með sér heim. Hann segir kópinn hafa drukkið alveg óheyrilega og fær að drekka á þriggja tíma fresti. „Hann er sprækur,“ segir hann. „Svo leggur hann sig og svona.“

Kópurinn svaf í sturtuklefanum í nótt en búið er að útbúa þægilega aðstöðu í heita pottinum fyrir hann.

Ásgeir er í sambandi við selasérfræðing og segir að næsta skref sé að koma kópnum í sjó. Það er góð aðstaða í Súðavík til að leyfa honum að synda þar og prófa sig áfram. „Svo tökum við hann heim, þetta mun taka smá tíma. Hann þarf náttúrulega að læra að veiða,“ segir hann.

„Svo erum við með gamlan heitan pott í garðinum sem við erum búin að útbúa handa honum og setja stein þar sem hann kemst upp á og hann getur synt aðeins. En hann svaf bara í sturtuklefanum í nótt,“ segir Ásgeir.

Góðir vinir. Aðsend mynd.

Ólíklegir vinir

Heimilishundurinn var heldur betur ánægður með nýja gestinn.

„Hundurinn tók ástfóstri við hann strax. Hann er eins og taugaveikluð andamamma,“ segir Ásgeir og hlær. „Við megum ekki taka kópinn upp þá fríkar hundurinn alveg út.“

Aðsend mynd.
Aðsend mynd.
Aðsend mynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina