fbpx
Miðvikudagur 23.júní 2021
Fókus

Opnar sig um svakalega kvöldstund með Prince – Vildi aldrei sjá hann aftur eftir þetta – „Ef þér líkar ekki við það þá getur þú fokkað þér“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 22:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írska söngkonan Sinéad O‘Connor opnar sig um einkennileg samskipti sín við tónlistarmanninn Prince, í ævisögu sinni, Rememberings, sem munu koma út í byrjun næsta mánaðar. Í bókinni greinir O‘Connor frá kvöldstund sem hún eyddi með Prince sem var afar sérstök. People greinir frá þessu.

Þekktasta lag Sinéad O‘Connor, Nothing Compares 2 U, er í raun eftir Prince, en kvöldstundin sem hún lýsir í æviminningum sínum átti sér stað eftir að hún hljóðritaði lagið.

Umrætt atvik átti sér stað í húsi Prince. Sinéad lýsir því hvernig hann hafi vinalega boðið henni drykk, og svo skellt glasi á borðið og sagt henni að ná í hann sjálf.

Þá hafi hún áttað sig á því að eitthvað furðulegt væri í gangi og leitað að undankomuleiðum.

Í kjölfarið skammaði Prince hana fyrir orðbragð sem hún notaði í viðtölum. Hún segir hann hafa öskrað á sig: „Ég er ekki sáttur með orðbragðið sem þú notar í viðtölum. Ég vil ekki að þú blótir.“

Því svaraði Sinéad: „Ég vinn ekki fyrir þig. Ef þér líkar ekki við það þá getur þú fokkað þér.“

Það hafi reitt Prince til mikillar reiði og hann stormað út úr herberginu. Hann kom þó stuttu seinna með tvo púða og spurt brosandi hvort hún væri ekki til í koddaslag. Hún ákvað að taka boði hans, það væri ekki á hverjum degi sem maður færi í koddaslag við Prince.

En við fyrsta koddahöggið áttaði Sinéad sig á því að eitthvað hart væri innan í púða Prince. Eitthvað sem ætti að meiða hana.

Þá hafi hún hlaupið í burtu og hringt í vinkonu sína og beðið hana um að sækja sig.

Sinéad segist aldrei hafa viljað sjá Prince aftur eftir þetta atvik. Hún viðurkennir þó að henni hafi þótt sorglegt þegar hún frétti af andláti hans, en hann lést 2016 úr of stórum skammti af fíkniefnum, einungis 57 ára gamall. Hún telur að Prince hafi verið fórnarlamb eigin frægðar og einmanaleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Sara var gift þegar hún varð ástfangin af öðrum manni – „Við tók erfitt tímabil í kringum skilnaðinn“

Sara var gift þegar hún varð ástfangin af öðrum manni – „Við tók erfitt tímabil í kringum skilnaðinn“
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Fegurðardrottning eignast sitt annað barn

Fegurðardrottning eignast sitt annað barn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Solla í Gló setur höllina á sölu fyrir 137 milljónir – Sjáðu myndirnar

Solla í Gló setur höllina á sölu fyrir 137 milljónir – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Fögnum þessari gráðu“

Vikan á Instagram – „Fögnum þessari gráðu“