fbpx
Fimmtudagur 24.júní 2021
Fókus

Náði fram klikkuðum hefndum gegn hjákonu eiginmannsins – „Það eru þrjú ár liðin og hún heldur þetta ennþá“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 17. maí 2021 20:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað myndir þú gera ef þú myndir komast að því að makinn væri að halda framhjá? Myndirðu segja honum upp? Smána hann opinberlega? Brjóta símann hans?

Breska konan Thea Loveridge hafði allt aðra hugmynd. Hún segir frá því í myndbandi á TikTok að hún komst að því að eiginmaður hennar væri að halda framhjá henni á meðan hún var ólétt.

Til að gera hlutina enn verri þá var hjákonan fyrrverandi kærasta eiginmannsins og þetta var ekki í fyrsta skipti sem hún var að skapa drama og leiðindi í hjónabandinu.

Stuttu eftir að Thea komst að framhjáhaldinu fór eiginmaður hennar í fangelsi fyrir líkamsárás, sem tengist málinu ekki. Hún ákvað að nýta tækifærið og hefna sín á hjákonunni.

Sagði hann látinn

Hjákonan vissi ekki að elskhugi hennar hefði verið handtekinn og hélt áfram að senda honum skilaboð.

„Hún var að reyna að finna út hvar hann væri, mjög ráðvillt yfir því að hann væri ekki að svara henni,“ segir Thea. „Ég sendi henni skilaboð og sagði að hann væri látinn.“

Klækjabrögðum hennar var hvergi nær lokið. Hún fékk systur mannsins með sér í lið og sendi konunni boðskort í jarðaförina. Ekki nóg með það þá héldu þær jarðaför fyrir manninn, sem var sprelllifandi á bak við lás og slá, og deildu myndum úr „erfðadrykkjunni.“

„Það eru þrjú ár liðin og hún heldur ennþá að hann sé dáinn. Hún vottar honum virðingu sína á hverju ári á Facebook,“ segir konan.

Saga Theu er svo sannarlega lygileg og sökuðu netverjar hana um uppspuna. Hún deildi þá skjáskoti af einni færslu frá konunni.

„Það er mánuður á morgun síðan þú fórst. Þú kvaddir djöfla þína. Það er ekkert sem við gátum gert. Þú fannst þinn frið. Ef ég hefði getað gert meira þá hefði ég gert það, en ég veit þú fórst vitandi að ég var alltaf með þér í liði og elskaði þig alltaf. Hvíldu í friði, Scott. Alltaf mín eina sanna ást.“

Skjáskotið sem hún birti.

Thea er með kenningu um af hverju maðurinn sendi aldrei hjákonunni skilaboð til að láta vita að hann væri með lífsmarki. Það sé einfaldlega auðveldara að láta hana halda að hann hafi kvatt þennan heim heldur en að hætta með henni.

@thealoveridge##stitch with @colinrea ##fyp ##petty ##pettytiktok ##babydaddy♬ original sound – user5421253010991

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Billie Eilish biðst afsökunar á umdeildu myndbandi

Billie Eilish biðst afsökunar á umdeildu myndbandi
Fókus
Í gær

Tvítug samfélagsmiðlastjarna kaupir hús á 530 milljónir – Sjáðu myndirnar

Tvítug samfélagsmiðlastjarna kaupir hús á 530 milljónir – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi meðlimur Quarashi og annálaður fagurkeri selja slotið

Fyrrverandi meðlimur Quarashi og annálaður fagurkeri selja slotið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix