fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Nærmynd: Sölvi Tryggvason

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. maí 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sölvi Tryggvason hefur verið á allra manna vörum undanfarið vegna ásakana um ofbeldi en fyrrverandi unnusta hans kærði hann til lögreglu. Sjálfur lýsti Sölvi sig saklausan af öllu ofbeldi í eftirminnilegu myndbandsviðtali við lögfræðing sinn. Umræðan um Sölva hratt af stað nýrri Metoo-bylgju þar sem gífurlegur fjöldi kvenna hefur stigið fram og greint frá ofbeldi karlmanna gegn sér og miklar umræður hafa orðið um kynbundið ofbeldi.

Sölvi á langan feril að baki og tók DV saman allt það helsta um Sölva í gegnum árin.

Sölvi Tryggvason fæddist þann 10. desember árið 1978 en það fyrsta sem alþjóð fékk að lesa frá honum var pistill í Morgunblaðinu þann 11. mars árið 2004 þar sem hann skrifar um háskólanám en þá var hann nemandi í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands. Hann hafði árinu áður útskrifast með BA-gráðu í sálfræði. Sölvi útskrifast með starfsréttindi í hagnýtri fjölmiðlun árið 2004 og hefur störf sem fréttamaður á Stöð 2.

Mynd/Timarit.is

Í DV árið 2005 birtist grein með fyrirsögninni „Þrælflottir á þrítugsaldri“. Þarna er Sölvi 27 ára og tíður gestur á skjáum landsmanna enda fréttamaður hjá Stöð 2. Þar er hann sagður stunda japönsku skylmingaíþróttina kendo, en hann hafði einnig unnið í japanska sendiráðinu á árum áður. Í nóvember sama ár birtist auglýsing í Morgunblaðinu fyrir námskeið í íþróttinni og er Sölvi skráður kennari.

Sölvi hóf seinna störf hjá Fréttastöðinni eða NFS sem sjónvarpaði fréttum allan sólarhringinn en 365 miðlar ráku stöðina. Sölvi var gagnrýndur af Andrési Magnússyni, núverandi fulltrúa ritstjóra Morgunblaðsins, í Blaðinu, fyrir leiðandi spurningar í viðtali. Hann sakaði Sölva gyðingaandúð í viðtali við Ölmu Hannesdóttur og vildi Andrés meina að spurningar Sölva væru byggðar á því að fá sem neikvæðasta mynd á Ísrael.

Sagt upp störfum

Sölvi færði sig aftur um set innan 365 miðla þegar hann tók við sem einn þáttastjórnenda Ísland í dag. Sölvi varð ritstjóri þáttarins í lok árs 2008 en var sagt upp störfum aðeins nokkrum dögum seinna. Árið 2020, í viðtali við Skoðanabræður, sagði Sölvi að honum hafi verið sagt upp vegna þess að hann hafi verið að pönkast í lífeyrissjóðum. Ari Edwald stýrði 365 miðlum á þessum tíma og sat hann einnig í stjórn lífeyrissjóðanna. Hann tók viðtal við Geir H. Haarde þar sem hann spurði forsætisráðherrann um lífeyrissjóðina og var að eigin sögn „svolítið óþekkur“.

Tveimur vikum eftir uppsögnina fór hann af stað með umræðuþáttinn Málefnið á Skjá Einum.

Sölvi átti eftir að starfa sem fjölmiðlamaður næstu ár en aldrei var hann jafn vinsæll og eftir að hann byrjaði með hlaðvarp sitt. Hann gerði þó hitt og þetta, til dæmis gaf hann út heimildamyndina Jökullinn logar árið 2016. Sú mynd var leikstýrð af Sævari Guðmundssyni og fjallaði um sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Árið 2019 gaf Sölvi út bókina „Á eigin skinni“ þar sem hann fjallar um leið sína að heilsu á ný eftir að hafa hrunið algerlega, bæði líkamlega og andlega. Um bókina segir að hann Sölvi hafi farið á milli lækna og annarra sérfræðinga, farið í endalausar rannsóknir og lyfjameðferðir án þess að hann fengi bót meina sinna. Hann tók þá málin í eigin hendur og hefur gert ótal tilraunir á sjálfum sér með mataræði og hreyfingu, föstur, bætiefni, kuldaböð, hugleiðslu, öndunaræfingar og tengingu við náttúru.

Í kjölfar bókaútgáfunnar fór Sölvi að halda fyrirlestra og mætti á yfir 150 vinnustaði að kynna bættan lífsstíl. Covid skall á þegar Sölvi var enn að halda fyrirlestra og þurfti hann að gefa þá upp á bátinn. Hann reyndi fyrir sér með netfyrirlestra en um sumarið 2020 breytti hann um vettvang.

Mynd/Forlagið

Í júní byrjun, í miðjum heimsfaraldri, hoppaði hann á hlaðvarpslestina sem hafði lagt leið sína í gegnum íslenskt samfélag seinustu mánuði. Fyrsti viðmælandi hans var Kári Stefánsson sem hafði spilað stóran þátt í því að halda faraldrinum í skefjum á landsvísu. Þættirnir nutu gífurlegra vinsælda og gaf Sölvi alls út 106 þætti frá júní 2020 fram að apríl 2021.

Gestir Sölva voru úr öllum kimum og krókum samfélagsins en hann var alltaf fljótur að fá fólk í viðtal þegar eitthvað gerðist, til dæmis fékk hann Nadíu Sif og Láru Clausen í viðtal eftir frægu nótt þeirra á Hótel Sögu með enskum landsliðsmönnum. Viðtalsstíll Sölva var frábrugðinn öðrum hlaðvörpum en þættirnir virkuðu meira eins og samtal tveggja einstaklinga frekar en viðtal. Sölvi sagði mikið frá sinni reynslu og sínu lífi sem átti eftir að skila mögnuðu atriði í Áramótaskaupinu.

Hlaðvarpi Sölva hefur verið eytt af helstu hlaðvarpsveitum en þættirnir eru samt sem áður aðgengilegir á netinu. Heimildir DV herma að þáttunum hafi verið eytt að beiðni styrktaraðila þáttanna.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum