fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fókus

Aðdáendur reyna að eyðileggja samband vinsæls silfurrefs – „Hey pabbi, viltu gefa mér smá sykur?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 15. maí 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Stomatuk er 44 ára fyrirsæta og í sambandi með konu sem er 19 árum yngri en hann. Hann segir að hann sé stöðugt áreittur af afbrýðisömum aðdáendum sem vilja að hann hætti með kærustunni og sigli á ný mið.

Hann kynntist kærustu sinni, Emily Downing sem er 25 ára gömul, árið 2018 í jógatíma og féll hann umsvifalaust fyrir náttúrulegri fegurð hennar og hæfileikum hennar í jóga. Hann reyndi strax við hana en Emily var þó hikandi vegna aldursmunarins. Hún samþykkti þó að skiptast á símanúmerum við Michael og fljótlega samþykkti hún að fara með honum á stefnumót.

Hann segir: „Ég hélt fyrst að Emily væri mjög indæl og afslöppuð og hún minnist þess að hafa hugsað að ég væri mjög fundinn og með jákvæða orku í kringum mig – en hún var þó smá hikandi vegna þess að það eru 19 ár á milli okkar. Hins vegar varð ég hrifinn af henni og við skiptumst á númerum og skipulögðum stefnumót nokkrum dögum síðar og fórum saman að viðra hund hennar.

Ég held að við höfum bæði fundið fyrir tengingu en út af fyrra sambandi mínu og aldursmuninum fórum við hægt í sakirnar og flýttum okkur hægt inn í samband.“

Michael deilir sögu sinni á TikTok og hefur þar fengið athugasemdir á borð við „Þú ert með svo fallegt bros“ og „Ég elska á þér hárið“ og það hefur aukið sjálfstraust hans. Hins vegar hefur hann einnig fengið athugasemdir sem honum þykja óþægilegar, einkum frá konum.

„Ég er kominn með yfir hálfa milljón fylgjenda og ég er mjög þakklátur fyrir það og fæ oft athugasemdir á almannafæri frá ókunnugum sem spyrja „Hey ert þú ekki heiti gaurinn af TikTok?“ Ég hef líka fengið athugasemdir frá kvenkyns aðdáendum, sem og karlkyns, sem eru kynferðislegar eins og „Hey pabbi“ og „Guð minn góður þú ert pabbi sem ég væri til í að fá í rúmið (e.dilf)“ sem ég tek með fyrirvara þar sem þær geta verið ansi fyndnar. Þessar athugasemdir hafa ekki haft áhrif á samband mitt við Emily en hún hefur þó fengið skilaboð frá fólki um að ég sé henni ótrúr og að hún ætti að hætta með mér – sem er lygi og Emily veit það sem er það eina sem skiptir máli. En það er þó ekki auðvelt fyrir hana að fá svona skilaboð. Hvort sem þú ert með manneskju sem er fimm árum yngri en þú eða tuttugu þá ræður þú því ekki fyrir hverjum þú fellur.“

Athugasemdir sem Michael hefur fengið hljóma oft svona : „Hey pabbi, viltu gefa mér smá sykur?“ og „Ertu enn á föstu?“

Michael og Emily reyna að leiða þetta hjá sér og Michael segir: „Ekki taka lífinu svona alvarlega. Við skilum að það er ekki fyrir alla að vera í sambandi með miklum aldursmun og það eru aðilar þarna úti sem verða afbrýðisamir – en ekki taka því persónulega og vertu ánægður með þá ást sem þú hefur fundið.“

Frétt The Sun

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“