fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fókus

Rapparinn DMX látinn – „Baráttumaður sem barðist allt til enda“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 9. apríl 2021 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn DMX, einn af vinsælustu röppurum heims er látinn. Hann var fimmtíu ára gamall.

DMX, sem hét réttu nafni Earl Simmons, gerði garðinn frægan á tíunda áratug síðustu aldar. Meðal frægustu laga hans var lagið Party Up (Up in Here), Where the Hood At og svo hið ógleymanlega X Gon‘ Give It to Ya.

Fjölskylda hans greinir frá andlátinu.

„Það er með sorg í hjarta sem við greinum frá því að okkar elskaði DMX, fæddur Earl Simmons, er látinn fimmtíu ára að aldri. Hann lést á White Plains sjúkrahúsinu. Fjölskylda hans var hjá honum en hann hafði verið í öndunarvél síðustu daga. Earl var baráttumaður sem barðist allt til enda. Hann elskaði fjölskyldu sína af öllu hjarta og við munum varðveita í hjarta okkar þann tíma sem við fengum með honum. Tónlistin hans veitti óteljandi aðdáendum um allan heim innblástur og orðstír hans og arfleifð mun lifa að eilífu. Við þökkum allan stuðningin og kærleikann sem við höfum fengið á þessum erfiða tíma. Við biðjum um að einkalíf okkar verði virt á meðan við syrgjum fráfall bróður okkar, föður, frænda og mannsins sem heimurinn þekkti sem DMX.“ 

Listamannsnafnið DMX stóð fyrir Dark Man X, en skammstöfunina var að finna á hljóðfæri sem hann hafði notað sem barn, Oberheim DMX-trommuheila.

DMX var alinn upp sem vottur Jehóva. Hann greindi frá því að bíll hafi keyrt á hann á gangbraut þegar hann var barn, en foreldrar hans neituðu að sækja ökumanninn til saka og sækjast eftir skaðabótum þar sem það stríddi gegn trú þeirra.  Hann mátti sæta miklu ofbeldi í æsku á meðan hann ólst upp í Yonkers New York.  Hann var ítrekað tekinn frá móður sinni og sendur á drengjaheimili og greindi frá því að hans bestu vinir hafi verið flækingshundarnir sem hann hitti fyrir á götunni.

Á einu drengjaheimilinu hitti hann strákahóp sem deildi ást hans á hip hop tónlist og eftir að hann spreytti sig á því að rappa fyrir þá var hann hvattur til að halda áfram að semja tónlist.

Árið 1988 var DMX dæmdur í fangelsi og ákvað þar að helga líf sitt rapptónlist. Þegar hann slapp úr fangelsinu hóf hann að framleiða og selja tónlist sína á götuhornum og tókst með þeim hætti að sanka að sér aðdáendum. Fljótlega fór ferillinn á flug og DMX varð stjarna.

Þó minna hafi farið fyrir honum í tónlistarheiminum undanfarin ár hætti hann aldrei að semja og gera tónlist. Síðast var það í september 2019 sem greint var frá því að hann hefði skrifað undir nýjan plötusamning.

Hann átti alls fimmtán börn. Hann giftist æskuvini sínum Tashera Simmons árið 1999 og voru þau gift í ellefu ár og áttu saman fjögur börn. Hann var ekki við eina fjölina felldur og feðraði þó nokkur börn með öðrum konum á meðan á hjónabandinu stóð. Yngsta barnið hans fæddist árið 2016.  Það getur tekið á að eiga svona mörg börn og árið 2013 reyndi hann að lýsa yfir gjaldþroti þar sem meðlagsskuldirnar væru orðnar of miklar.

Í gegnum árin var DMX opinskár um vímuefnavanda sinn,  en hann hafði ánetjast krakki þegar hann var aðeins 14 ára gamall. Hann glímdi einnig við geðhvörf.  Hann komst ítrekað í kast við lögin í gegnum árin og þurfti að sitja af sér þó nokkra fangelsisdóma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Djöfull er ég gröð í þessa sól maður“

Vikan á Instagram – „Djöfull er ég gröð í þessa sól maður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skemmtilegustu bílnúmer Íslands

Skemmtilegustu bílnúmer Íslands
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag