fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
Fókus

Menn sem klæðast svona fatnaði eru líklegri til að halda framhjá

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 30. apríl 2021 11:00

Ralph Lauren bolur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk hefur beitt mörgum aðferðum til að komast að því hvort maki þeirra sé að halda framhjá eða ekki. En samkvæmt nýrri rannsókn er mun einfaldri leið til að vita hvort makinn sé þér ótrúr.

Menn sem klæðast dýrum tískufatnaði með stóru útsaumuðu lógó-i eru líklegri til að halda framhjá, samkvæmt nýrri rannsókn háskólans í Michigan sem var birt í Personality and Social Psychology Bulletin. NY Post greinir frá.

Rannsakendur notuðu vinsælu Ralph Lauren póló bolina. Annars vegar bol með litlu lógó og hins vegar bol með stærri gerð af sama lógó-i. Rannsakendur spurðu síðan karlmenn hvorum bolnum þeir myndu klæðast í partý og aðra viðburði.

Samkvæmt niðurstöðunum hafa menn sem eru hrifnari af bolum með stóru lógó-i meiri áhuga á skyndikynnum og minni áhuga á langtíma samböndum.

Þeir hafa einnig minni áhuga á konum sem vilja langtímasamband, samanborið við menn sem kjósa skyrtur og boli með minna lógó-i.

Niðurstöðurnar gefa einnig til að kynna að menn sem klæðast tískufatnaði með stóru lógó-i eru meira aðlaðandi í augum kvenna sem hafa áhuga á skyndikynnum, heldur en karlmenn í bolum með minna lógó-i.

Kvenkyns þátttakendur sögðust ekki vera hissa á þessum niðurstöðum og voru sammála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Djöfull er ég gröð í þessa sól maður“

Vikan á Instagram – „Djöfull er ég gröð í þessa sól maður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinalegir rígar í Hollywood

Vinalegir rígar í Hollywood
Fókus
Fyrir 5 dögum

Logi var bjartsýnn eftir bólusetninguna en síðan komu aukaverkanirnar – „Mér tókst að fljúga á hausinn í Vesturbæjarlauginni“

Logi var bjartsýnn eftir bólusetninguna en síðan komu aukaverkanirnar – „Mér tókst að fljúga á hausinn í Vesturbæjarlauginni“