fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Tæknin kemur til bjargar í samkomubanni – Skemmtun og fræðsla fyrir alla fjölskylduna

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 16:30

Gummi Jó, eins og hann er alltaf kallaður, mælir með því að stórfjölskyldan spili saman Among Us. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkomubann og skólalokanir geta reynt mikið á fjölskyldulífið. Tæknin getur komið að góðum notum til að gera þennan tíma bærilegri fyrir alla og skiptir þá litlu hvort leitað er að skemmtilegum leikjum eða fræðslu.

Guðmundur Jóhannesson, samskiptafulltrúi Símans og tæknigúrú, á tvær hressar grunnskólastelpur með eiginkonu sinni. Þegar kemur að skemmtilegum öppum til afþreyingar mælir hann með leikjunum Pokémon Go og Among Us.

Göngutúr með snjalltæki

„Það er tilvalið að fara út í göngutúr með krökkunum að safna Pokémonum í gegnum snjalltækin. Eitthvað sem við öll getum gert saman, og er hreyfing og leikur í senn.

Among Us er tölvuleikur sem virkar í næstum hvaða tæki sem er. Frábær til að spila með stórfjölskyldunni yfir internetið í eina kvöldstund eða svo.“

Þegar kemur að fróðleik er Guðmundur líka sannkallaður fróðleiksbrunnur. Þar mælir hann með Krakka- og unglingavef Menntamálastofnunar – https://mms.is/krakkavefir

Bara eitt dæmi af allskonar fróðlegri afþreyingu á vefnum. Skjáskot

„Hér eru gagnvirk verkefni sem fræða og skemmta í páskafríinu. Góð upprifjun fyrir foreldra og nýr fróðleikur fyrir krakkana.“

Teikna á tölvu

Þá stingur hann einnig upp á að leyfa krökkum að nota tölvuna til að teikna, til dæmis á vefnum kleki.com.

„Börnin fá að lita í tölvunni sem þeim finnst gaman, þetta þjálfar þau yngri að nota tölvumús og stunda listsköpun. Það er gott fyrir yngri kynslóðina að kynnast tölvumúsinni sem annars er hverfandi listgrein sökum þess að við notum svo mikið snertiskjái. Á sama hátt mætti svo skrifa smásögu tengda myndinni í Word til að venjast því að skrifa á lyklaborð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“