fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Þetta eru bestu og verstu kynlífsatriðin á skjánum undanfarið ár

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 24. apríl 2021 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nóg framboðið af sjónvarpsþáttum og kvikmyndum í dag og að sjálfsögðu er allt þetta efni krufið til mergjar af gagnrýnendum og áhorfendum og hin ýmsu verðlaun veitt fyrir besta efnið. Í því samhengi má nefna Óskarsverðlaunin, Golden Globe verðlaunin og Emmy verðlaunin fyrir það besta á skjánum og svo Razzie verðlaunin sem heiðra það versta.

Smáforritið Emjoy, sem snýst meðal annars um kynfræðslu og kynlíf ákvað að stökkva á tilnefningavagninn og heiðra það skemmtiefni sem stóð sig best og verst í því að birta okkur kynlíf síðustu 12 mánuðina. Þeir gerðu könnu meðal 200 þúsund notenda víða um heim til að komast að því hvað kom þeim til og hvað slökkti alla lostaelda.

Hér eru niðurstöðurnar eins og greint var frá þeim hjá The Sun þar sem kynlífssérfræðingur miðilsins, Georgette Culley, krufði málið.

Það besta

Besta kynlífsatriðið

BBC þættirnir Normal People, eða venjulegt fólk, sigruðu í flokknum besta kynlífsatriðið en atriði sem sýndi aðalpersónurnar, Marianne og Connell, stunda kynlíf í fyrsta skiptið. Persónurnar eiga í þáttunum í flóknu sambandi sem leikararnir Daisy Edgar-Jones og Paul Mescal gefa góð skil.

„Atriðið sýnir Marianne og Connell stunda kynlíf í fyrsta sinn. Þarna má sjá mýkt, vandræðalegheit og þetta er óvenju hreinskilin framsetning sem sýnir allan klaufalegan raunveruleikann sem fylgir samförum,“ segir Georgette.

Þessi voru einnig tilnefnd:

Sex Education

Tilnefndir voru einnig Netflix þættirnir Sex Education, eða Kynfræðsla. Þar var atriði sem sýndi kennarana Mr. Hendricks og Fröken Sands, kynda undir kynlífinu með því að stunda dónatal sín á milli.

„Í þessu heita atriði deilir fröken Sands löngunum sínum með samstarfsmanni sínum Mr. Hendricks og hann ákveður að koma til móts við hana með því að tala dónalega við hana í rúminu. Þessir þættir hafa verið mjög góðir í því að brjóta niður tabú og skömm sem fylgir því að tala um kynlíf,“ sagði Georgette.

Portrait of a Lady on Fire

Kvikmyndin Portrait of a Lady on Fire, eða Nærmynd af alelda konu, var einnig tilnefnd. Myndin fjallar um ást kvennanna Marianne og Héloïse sem leiknar eru af Noémie Merlant og Adéle Haenel sem þykir neista á milli á skjánum.

„Stundum er minna meira og það er hundrað prósent málið í þessari lesbísku ástarsögu. Þegar Marianne og Héloïse stunda kynlíf í fyrsta sinn fáum við aðeins að sjá óræðar nærmyndir og okkur er leyft að láta ímyndunaraflið taka völdin,“ sagði Georgette.

Bridgerton 

Netflix þættirnir Bridgerton malla svo sannarlega við suðumark þar sem persónurnar Daphne og Simon fella saman hugi á tímum þar sem samfarir áttu aðeins að eiga sér stað í hjónarúminu. Þættirnir eru uppfullir af greddu og þrá og því voru miklar væntingar bundnar við kynlífsatriðið þegar Daphne og Simon gátu loks látið undan löngunum sínum.

„Þessi glæsilegi hertogi kynti undir áhorfendur þegar hann kenndi hinni óreyndu Daphne að gæla við sjálfa sig. Hún gælir síðar við sig í einrúmi á grundvelli ráðlegginga hans.“ segir Georgette

Það versta

Versta kynlífsatriðið

Netflix-myndin Spenser Confidential, eða Trúnaðarmál Spensers, fékk þann vafasama heiður að innihalda versta kynlífsatriði seinustu 12 mánaða. Þar stundar aðalpersónan Spenser, sem er leikinn af Mark Wahlberg, kynlíf með Cissy, sem er leikin af grínistanum Iliza Shlesinger, en atriðið þótti verulega ótrúverðugt.

„Við eigum að trúa því að Cissy Davis stundi sjálfviljug kynlíf með eltihrelli sínum eftir að hann eltir hana heim. Í stað þess að vera hvatvíst og kynþokkafullt styður atriðið við þá meiðandi hugmyndafræði, sem gjarnan má sjá í hefðbundnu klámi, að konur njóti þess að verða fyrir kynferðislegri áreitni,“ segir Georgette.

Þessi voru einnig tilnefnd:

The Great

Meðal verstu kynlífsatriðanna var atriði úr þáttunum The Great, eða Hinni miklu. Þar voru persónurnar Katrín II keisaraynja Rússlands og Pétur III keisari að vígja hjónarúmið, en atriðið var allt annað en þokkafullt.

„Það er ekkert skrítið að þetta atriði hafi ekki hækkað púlsinn hjá fólki. Á meðan hjónin innsigla hjónabandið sýnir Pétur keisari engan áhuga á því að fullnægja konu sinni heldur nýtir hann tækifærið til að ræða við starfsmann sinn um veiðar á meðan hann stundar kynlíf,“ segir Georgette.

Það bætir líklega ekki úr skák að leikararnir Nicholas Hoult og Elle Fanning fara með hlutverkin en þau eru bæði þekktar barnastjörnur og kannski er það bara blaðamaður en það er ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að sjá þau svona fullorðin. Manni finnst maður bara gamall.

The Boys

Ofurhetjuþættirnir The Boys, eða Strákarnir, kveiktu ekki í áhorfendum þegar persónurnar Homelander og Stormfront stunduðu lárétt limbó á sjónvarpsskjánum.

„Harkalegt kynlíf getur verið skemmtilegt en ef einhver myndi reyna þennan ofbeldisfulla forleik sem ofurhetjurnar stunda þá myndi sa enda beint á bráðamóttökunni. Þetta fékk áhorfendur til að segja áts frekar en úlala,“ segir Georgette.

Normal People

Normal People, eða Venjulegt fólk, voru ekki bara með kynlífsatriði sem slógu í gegn og lönduðu sér líka tilnefningu í flokknum versta kynlífsatriðið. Í níunda þætti þáttaraðarinnar fylltust áhorfendur ónotum þegar aðalpersónan Marianne og kærasti hennar Lukas gerðu buxnalausa dansinn.

„Áhorfendum fannst þetta óþægilegt. Marianne er á slæmum stað tilfinningalega og nýi kærastinn hennar, Lukas, kemur fram við hana eins og hlut og tekur nektarmyndir af henni bundinni jafnvel þó hún sé því ekki samþykk,“ sagði Georgette.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“