fbpx
Miðvikudagur 14.apríl 2021
Fókus

Moldrík, litrík og hæfileikarík

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 1. apríl 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríka og fræga fólkið er einmitt það, ríkt og frægt. En nákvæmlega hversu ríkar eru sumar stærstu stjörnur heimsins í dag? Þessar stjörnur eru kafloðnar um lófana og eru þar að auki sjúklega hæfileikaríkar. Sumir fá greinilega betur gefið í þessu lífi en aðrir.

ANDERSON COOPER

26 MILLJARÐAR

Hver segir svo að það sé ekki hægt að verða ríkur af fjölmiðlastörfum? Anderson Cooper, fréttaþulur á CNN er moldríkur og hefur verið síðan hann fæddist með silfurskeið í munninum. Hann kemur nefnilega úr hinni merku Vanderbilt ætt, einu ríkustu ætt Bandaríkjasögunnar. Hins vegar þurfti Anderson engu að síður að vinna sig upp sjálfur í heimi fjölmiðlanna og gerði það með stæl.

DOLLY PARTON

65 MILLJARÐAR

Kántrí-gyðjan Dolly Parton er í dag metin á um 65 milljarða króna en það var ekki alltaf svo. Hún kemur úr tólf systkina hópi og faðir hennar var verkamaður en móðir hennar sá um systkinahópinn. Faðir Dollýar var bráðgreindur en ómenntaður og ólæs og eftir að Dolly varð efnuð hefur hún verið ötul stuðningskona lestrarkennslu í Bandaríkjunum og hlotið fyrir framtak sitt fjölda verðlauna.

JULIA LOUIS-DREYFUS

26 MILLJARÐAR

Julia er þekktust fyrir leik sinn í gamanþáttaröðunum Seinfeld og Veep. En það kemur líklega mörgum á óvart að komast að því að leikkonan er vel efnuð. Faðir hennar og afi voru moldríkir athafnamenn og hefði Julia að líkindum aldrei þurft að hafa áhyggjur af peningum í lífi sínu. Hún kaus þó að verða sinn eigin gæfusmiður og hefur í gegnum tíðina rakað til sín verðlaunum fyrir hæfileika sína og skopskyn.

JUDY SHEINDLIN

32 MILLJARÐAR

Nafnið Judy Sheindlin kveikir kannski ekki á mörgum bjöllum en þegar því er bætt við að téð Judy sé þekktasti dómari Bandaríkjanna þá vita flestir um hverja er rætt. Fljótlega eftir að hún lauk laganámi hóf hún að starfa í hörðum heimi viðskiptanna, en komst fljótlega að því að starfið átti ekki við hana. Hún gerðist því saksóknari og vakti athygli fyrir vaska framgöngu sína. Svo mikla athygli að menn ákváðu að gera raunveruleikaþátt í dómsal með Judy í aðalhlutverki.

KEANU REEVES

45 MILLJARÐAR

Leikaranum Keanu Reeves er margt til lista lagt. Hann er bassaleikari, mikill áhugamaður um mótorhjól, rithöfundur, leikstjóri og mannvinur. Hann er líka sjúklega ríkur enda leikið í fjölda vinsælla kvikmynda. Skemmst er í því samhengi að minnast á Matrixmyndirnar, myndirnar um Bill og Ted og myndirnar um John Wick sem leitar logandi ljósi mannanna sem myrtu hvolpinn hans.

EDWARD NORTON

39 MILLJARÐAR

Það er bara ein regla í slagsmálaklúbbnum, og hún er að þú talar ekki um slagsmálaklúbbinn. Svo hljómar ódauðleg lína úr kvikmyndinni Fight Club, en með aðalhlutverk fór Edward Norton. Edward kemur úr efnaðri fjölskyldu. Faðir hans var lögmaður og afi hans átti byggingafélagið sem er talið hafa fundið upp verslunarmiðstöðvar. Edward þarf ekki að treysta á peninga frá pabba í dag enda er hann orðinn ríkur sjálfur.

Kylie Jenner.

KYLIE JENNER

91 MILLJARÐUR

Yngsta systirin í frægustu fjölskyldu heims, Kardashian fjölskyldunni, er talin vera meðal ríkustu kvenna heimsins, sem hafa skapað sín eigin tækifæri í lífinu. Þó eru ekki allir sammála um hversu mikill auðurinn er. Kylie hefur verið sökuð um að ýkja tekjur fyrirtækis síns, Kylie Cosmetics, árum saman, til að geta markaðssett sig sem undrabarn á sviði viðskipta. Hún hefði þó ekki þurft að leggja þetta á sig þar sem fyrirtækið stækkaði og dafnaði á undraverðum hraða og lítil þörf á að ýkja það afrek. Kylie stofnaði fyrirtækið aðeins 18 ára gömul og seldi nýlega helming þess á 78 milljarða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hin mörgu andlit Khloé Kardashian í gegnum árin

Hin mörgu andlit Khloé Kardashian í gegnum árin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af augnablikinu þegar Elísabet Bretadrottning sá Filippus prins í fyrsta skipti

Mynd af augnablikinu þegar Elísabet Bretadrottning sá Filippus prins í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erfitt líf á Tenerife – Kynfræðslan kennd í heimaskóla

Erfitt líf á Tenerife – Kynfræðslan kennd í heimaskóla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hildur Sverris um frjósemismál og hvaða upplýsingar hún vill að allar konur hafi

Hildur Sverris um frjósemismál og hvaða upplýsingar hún vill að allar konur hafi
Fókus
Fyrir 3 dögum

7 ástæður fyrir því að konur fá ekki fullnægingu

7 ástæður fyrir því að konur fá ekki fullnægingu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn segir ættleiðinguna vera besta ákvörðun lífs síns – Sá dóttur sína og hugsaði „Þarna er hún komin“

Þórunn segir ættleiðinguna vera besta ákvörðun lífs síns – Sá dóttur sína og hugsaði „Þarna er hún komin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rapparinn DMX látinn – „Baráttumaður sem barðist allt til enda“

Rapparinn DMX látinn – „Baráttumaður sem barðist allt til enda“